Dagrenning - 01.04.1956, Síða 48

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 48
JÖNAS GUÐMUNDSSON: Kristileé }>jéðmálakreyíin^ i. Þau ummæli mín í síðasta hefti Dag renningar 1955, að næsti áratugur henn- ar skyldi „helgaður tilrauninni til þess að skapa á íslandi öflugan, kristilegan stjórnmálaflokk“ hafa vakið mikið um- tal manna á meðal. Fjöldi manna hefir hringt til mín, eða átt tal við mig um þetta mál með öðrum hætti, og flestir eru á einu máli um að mikil nauðsyn sé á stofnun slíks stjórnmálaflokks. All- mörg bréf hafa og borist um þetta efni, og til þess að sýna hvernig fólk lítur á þetta birti ég hér á eftir nokkur ummæli tekin úr bréfum þessum. Kona á Vestfjörðum skrifar: „Þá langar mig enn að minnast á framtíðarviðfangsefnið, sem þér minn- ist á, þar sem er stofnun kristilegs stjórnmálaflokks. Ég veit, að öllum sem komist hafa til þekkingar á sannleikanum, sé þetta mik- ið gleðiefni. Persónulega gleðst ég inni- lega, ef slíku stórmáli sem þessu verður hrint í framkvæmd. Og það skal vera bæn mín til Guðs að allir sem ennþá virða hið góða og göfuga í samskiptum manna, að þeir mættu taka höndum saman yður til styrktar og hjálpar er þér nú hyggist hrinda þessu áhugamáli yðar í framkvæmd. Spillingin er óvíða á hærra stigi en einmitt í heimi stjórn- málanna og þar verður áreiðanlega við ramman reip að draga. Persónulega hef- ur mér í mörg ár fundist ég engan flokk geta kosið, af þeim sem boðið hafa fram hingað til, og mun ég vissu- lega styðja yður í þessu er þar að kem- ur.“----- Þingeyingur skrifar: „Það gladdi mig þegar ég las það í síðasta hefti Dagrenningar að þú hefð- ir ákveðið að beita þér fyrir stofnun kristilegs stjórnmálaflokks.------- Ég er þér fyllilega sammála um það, að hér sé ríkuleg þörf fyrir stofnun slíks stjórnmálaflokks og að undirstaða alls velfarnaðar þjóðarinnar sé kristin trú, að þjóðin treysti Guði og starfi í sam- ræmi við hans boð. Þá mun allur henn- ar hagur blessast og blómgast. Þeir erf- iðleikar sem við nú eigum við að etja eru vissulega okkur sjálfum að kenna. Við höfum brotið boðorð Guðs en sett eigin hagsmuni í hásætið, með öllu því spillingarkerfi sem þeirri hugsjón þjón- ar. Bæði einstaklingar og sléttir hafa kappkostað að bera sem mest úr bvtum, en leggja sem minnst af mörkum og sýnt þar hið frekasta tillitsleysi. Þjóðin verð- ur að söðla um og reisa starf sitt á al- veg nýjum grundvelli. En það má gera ráð fyrir, að róðurinn verði þungur. — — En treystum á sigur þess góða. Dag- ur þess mun koma að lokum. Ég held ég hafi komist svo að orði í bréfi til þín einhvern tíma, þar sem ég ræddi um stofnun kristilegs stjórnmálaflokks, að slíkum flokki mundi gott að þjóna. Ég vil endurtaka þessi orð. Með þessum lín- 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.