Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 48

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 48
JÖNAS GUÐMUNDSSON: Kristileé }>jéðmálakreyíin^ i. Þau ummæli mín í síðasta hefti Dag renningar 1955, að næsti áratugur henn- ar skyldi „helgaður tilrauninni til þess að skapa á íslandi öflugan, kristilegan stjórnmálaflokk“ hafa vakið mikið um- tal manna á meðal. Fjöldi manna hefir hringt til mín, eða átt tal við mig um þetta mál með öðrum hætti, og flestir eru á einu máli um að mikil nauðsyn sé á stofnun slíks stjórnmálaflokks. All- mörg bréf hafa og borist um þetta efni, og til þess að sýna hvernig fólk lítur á þetta birti ég hér á eftir nokkur ummæli tekin úr bréfum þessum. Kona á Vestfjörðum skrifar: „Þá langar mig enn að minnast á framtíðarviðfangsefnið, sem þér minn- ist á, þar sem er stofnun kristilegs stjórnmálaflokks. Ég veit, að öllum sem komist hafa til þekkingar á sannleikanum, sé þetta mik- ið gleðiefni. Persónulega gleðst ég inni- lega, ef slíku stórmáli sem þessu verður hrint í framkvæmd. Og það skal vera bæn mín til Guðs að allir sem ennþá virða hið góða og göfuga í samskiptum manna, að þeir mættu taka höndum saman yður til styrktar og hjálpar er þér nú hyggist hrinda þessu áhugamáli yðar í framkvæmd. Spillingin er óvíða á hærra stigi en einmitt í heimi stjórn- málanna og þar verður áreiðanlega við ramman reip að draga. Persónulega hef- ur mér í mörg ár fundist ég engan flokk geta kosið, af þeim sem boðið hafa fram hingað til, og mun ég vissu- lega styðja yður í þessu er þar að kem- ur.“----- Þingeyingur skrifar: „Það gladdi mig þegar ég las það í síðasta hefti Dagrenningar að þú hefð- ir ákveðið að beita þér fyrir stofnun kristilegs stjórnmálaflokks.------- Ég er þér fyllilega sammála um það, að hér sé ríkuleg þörf fyrir stofnun slíks stjórnmálaflokks og að undirstaða alls velfarnaðar þjóðarinnar sé kristin trú, að þjóðin treysti Guði og starfi í sam- ræmi við hans boð. Þá mun allur henn- ar hagur blessast og blómgast. Þeir erf- iðleikar sem við nú eigum við að etja eru vissulega okkur sjálfum að kenna. Við höfum brotið boðorð Guðs en sett eigin hagsmuni í hásætið, með öllu því spillingarkerfi sem þeirri hugsjón þjón- ar. Bæði einstaklingar og sléttir hafa kappkostað að bera sem mest úr bvtum, en leggja sem minnst af mörkum og sýnt þar hið frekasta tillitsleysi. Þjóðin verð- ur að söðla um og reisa starf sitt á al- veg nýjum grundvelli. En það má gera ráð fyrir, að róðurinn verði þungur. — — En treystum á sigur þess góða. Dag- ur þess mun koma að lokum. Ég held ég hafi komist svo að orði í bréfi til þín einhvern tíma, þar sem ég ræddi um stofnun kristilegs stjórnmálaflokks, að slíkum flokki mundi gott að þjóna. Ég vil endurtaka þessi orð. Með þessum lín- 40 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.