Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 51

Dagrenning - 01.04.1956, Blaðsíða 51
BILLY GRAHAM: Biblían og dr. Kinsey c------------'——-----------------------------------------------------------^ Við og við er ennþá minnst á hina svonefndu Kinsey-skýrslu, sem stofn- un ein í Bandarikjunum gaf út fyrir nokkrum árum og vakti þá mikla at- hygli. Bretar hafa nú komið sér upp samskonar stofnun undir forustu manns að nafni dr. Chesser. Hérlendis hefur engin rödd heyrst til andsvara þessum „skýrslum" og þykir því rétt að birta hér ádeilu predikarans mikla. Billy Graham’s. á Kinsey-skýrsluna. ___________________________________________________________________________J Nálega öll tímarit og dagblöð hafa sagt frá síðustu bók dr. Alfreðs Kinseys. Hann kemst ekki af með minna en rúm- ar 800 blaðsíður til þess að segja frá mestu leyndarmálum úr einkalífi 5940 kvenna. Ekkert er dregið undan. Það er ógerningur að gera sér þess fulla grein, hvílík skaðræðisáhrif bók þessi muni hafa á amerískt siðgæði, sem nú þegar er þó orðið harla bágborið. Ríkjandi siðgæðislögmál hjónabands- ins er forsmáð, en siðleysið lofsungið. Ungt fólk er hvatt til að afla sér reynslu í kynferðismálum áður en það giftist. Hamingjusömum hjónum fer að detta ýmislegt í hug hvoru um annað, þegar þau lesa að fjórða hver kona sé eiginmanni sínum ótrú. Skýrsla dr. Kinseys er algerlega röng og óvísinda- leg, þar sem hann segir, að sjö af hverj- um tíu konum, sem hafi haft mök við karlmenn áður en þær giftust, iðrist þess ekki. Hann hefur áreiðanlega ekki rætt við neina af þeim milljónum kvenna t þessu landi, sem hafa endur- fæðst til kristinnar trúar og telja skír- lífi, háttprýði og hæversku hinar æðstu dyggðir. Ég þekki enga kristna konu, sem myndi gefa kost á sér til slíkrar rannsóknar og yfirheyrslu. Guði sé lof fyrir það, að vér eigum enn milljónir kvenna, sem geta roðnað — konur, sem trúa því, að skírlífi sé konunnar æðsta dyggð. Konur, sem ræða um viðkvæmustu einkamál sín við þessa rannsóknarmenn eru harla ó- líkar kristnu kvenfólki í Ameríku. Þessi einhliða skýrsla dr. Kinseys er áfellisdómur um amerískt kvenfólk. Hún verður til þess að börn fara að ef- ast um tryggð foreldra sinna, auk ýmissa annarra truflana, sem hún veld- ur á siðfræðihugmyndum manna. Vér erúm öll sammála dr. Kinseys um það, að siðferðisástandið í Ameríku sé slæmt. En skýrsla hans, sem almenn- DAGRENNING 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.