Dagrenning - 01.08.1958, Blaðsíða 8
Þetta eru annars dálaglegar afmælishugleiðingar! — En svona gæti
ég haldið lengi áfram.
En þó að útlitið sé svart nú, bæði á erlendum vettvangi og innlendum,
er ég þess fullviss, að draumur minn um heilsteyptan, þjóðlegan stjóm-
málaflokk á kristilegum grundvelli á eftir að rætast einhvern tíma í fram-
tíðinni. Sú von rætist sjálfsagt ekki, að ég geti lagt þar hönd að verki,
því að nú líða árin svo fljótt. Enn þorir enginn að leggja þeirri hugmynd
lið opinberlega af hræðslu við ræningjaflokkana, sem hafa öll ráð lýðsins
í hendi sér, og því síður þorir nolckur að ganga fram fyrir skjöldu til
stofnunar slíks flokks. Ef til hans yrði stofnað, mundu ræningjaflokk-
arnir efna til samtaka sín í milli um að drepa hann þegar í fæðingunni.
Svona aumt er ástandið í voru ágæta landi. Svona er niðurlæging íslenzku
þjóðarinnar orðin mikil.
Mér er það Ijóst, að ég er oft of bráðlátur, og sjálfsagt er það svo
í þessu efni. Tíminn er enn ekki kominn, en ég veit, aJð hann kemur. Þá
mun Guð senda íslenzku þjóðinni einhvern mann eða menn, sem megna
að leiða hana út úr ógöngunum.
Það væri gaman að fá að lifa þann dag.
Ég hafði ekki búizt við því að svo margir minntust mín á sextugs-
afmælinu, sem raun varð á, og þar sem mér var af ýmsum ástæðum
ómögulegt að senda öllum persómdegar þakkir, vil ég nota þetta tækifæri
til að þakka þeim öllum fyrir þann hlýhug og þá margháttuðu vinsemd,
sem mér var þá sýnd. Mér þykir vænt um allar þessar kveðjur, því að
ég finn að þær eru bornar fram af heilum huga og góðvild í minn garð,
hvort sem þær koma frá gömlum og nýjum samherjum eða gömlum og
nýjum andstæðingum.
Sérstaklega vil ég þó þakka þeim hundrað og tuttugu konum og körl-
um, sem létu sér detta í hug að skjóta saman allstórri fjárupphæð og
stofna sjóð, sem á sínum tíma má verja til að styrkja eða kosta för mína
til „Lands pýramídanná‘ og annarra staða á þeim slóðum, sem mig
langar til að sjá, áður en „sólin gengur til viðar". Þessi afmæliskveðja
var mér kærkomin. Ekki aðallega vegna þess fjársjóðs, sem henni fylgdi,
heldur vegna þess hlýhugar, sem ég finn að býr hér að baki hjá öUum
þeim, sem að henni standa. Ég veit, að í þessum hópi eru nokkrir, sem
telja sig eiga mér einhvern stuðning að þakka í miklu, persónulegu vanda-
6 DAGRENNING