Dagrenning - 01.08.1958, Page 14

Dagrenning - 01.08.1958, Page 14
r-----------------------------------------------------------------------\ isskipulagið, svo að þjóðimar fagni því að losna úr öngþveiti þess og nið- urlægingu, og fái Jiannig æskilegt tækil'æri til að hrifsa til sín völdin fyrir fullt og allt. Óhætt má fullyrða, að í Frakklandi verður aldrei aftur sams konar lýðræði og áður var. Annaðlivort tekst de Gaulle að koma á nýrri tegund lýðræðis J>ar í landi eða Frakkland verður kommúnismanum að bráð Jieg- ar á næsta eða næstu ámm. Menn ættu að gefa Jjví meiri gaum en gert er, sem nú er að gerast í Frakklandi. Vel getur svo farið, að Frakkland gangi í mjög náið samband við Sovétríkin til að tryggja sig gegn Nasseipólitíkinni í Afríku, sem Bandaríkin hafa stutt til Jæssa, með Jjeim afleiðingum, sem nú em að verða augljósar. Ymislegt bendir til jiess að Atlantshafsbandalagið eigi ekki langt eftir ólifað í Jjeirri mynd, sem það hefur starfað í til J>essa. BYLTINGARNAR í LIBANON OG ÍRAK. Líbanon er eitt hinna minnstu Arabaríkja, sem svo eru kölluð. Að því liggur Ísraelsríki að sunnan, en annars er J>að umkringt af Sýrlandi nema hvað strönd þess veit að Miðjarðarhafi. En }>ó að Líbanon sé lítið land og Jjjóðin frekar fámenn, eða um hálf önnur milljón manna, er það mesta menningarríki á nútíma vísu allra hinna arabisku landa. Þjóðin skiptist svo að kalla til helminga milli Kristindóms og Múhameðstrúar að því er trúarbrögð snertir, og sú fasta venja hefur inyndazt, að forseti landsins sé ávallt kristinn, en forsætisráðherrann jafnan inúliameðstrúar. Nú hefur staðið yfir horgarastyrjöld í Libanon nokkrar vikur. Enginn efi er á J>ví, að þeirri styrjöld eða J>eim átökum var hleypt af stað af utanaðkomandi öflum, sem að sjálfsögðu eiga sína þjóna í landinu sjálfu og beita J>eim fyrir sig í baráttunni. Baráttan beinist á yfirborðinu aðallega gegn for- setanum, sem er kristinn, en aðalforingi uppreisnarmanna er múhameðsk- ur, fyrrverandi forsætisráðlierra, og J>annig er baráttan að öðrum J>ræði einnig túarbragðastyrjöld. Þing landsins er óstarfhæft, J>ví að andstæðing- ar forsetans hafa gengið af Jnngi og neita að sækja J>ingfundi. Forsetinn stjórnar J>ví einn, þó að ríkisstjórnin, sem J>ingið kaus á sínum tíma, hafi ekki farið frá. Her landsins er ótryggur, því að helmingur hans eru kristnir menn, en hinn helmingurinn múhameðskur, og J>ví hefur hvorki forseti Lihanon né yfirhersliöfðinginn J>orað að grípa til hans til að berja niður uppreisnina. En uppreisnannenn fengu bæði lið og vopn frá Sýrlandi — rússnesk vopn úr J>ví forðabúri Rússa — og „vel þjálfaðar skemmdarverka- manna- og morðingjasveitir,“ eins og J>að er svo umbúðalaust orðað í sum- um fréttagreinum. 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.