Dagrenning - 01.08.1958, Side 15

Dagrenning - 01.08.1958, Side 15
r' — ----------------------------------------------------------------------> Hvað eftir annað bað forseti Libanon um hjálp gegn innrásarlýð kommúnista og Nassers, en Vesturveldin sáu sér ekki fært að verða við þeirri beiðni lengi vel. Sameinuðu þjóðimar áttu að leysa málið og Hammarskjöld fór þangað sjálfur til að kynna sér allar aðstæður. Skýrsla hans var á þá leið, að öll íhlutun væri óþörf. Engar „sannanir" væm fyrri því að frá Sýrlandi streymdu vopn og lið inn í landið. Forsetinn væri óvin- sæll og allt mundi lagast af sjálfu sér, ef hann yrði látinn víkja. Og menn fóm að leita að nýjum forseta, sem „allir gætu sætt sig við“, en það þýðir, sem Nasser og Rússar geta sætt sig við, þ. e. — er á þeirra bandi. — Þetta var hjálpin frá Sameinuðu þjóðunum — og hún var í sannleika þeim lík. Nú breyttist allt viðhorfið. Blöð Bandaríkjanna, sem áður höfðu talið það nauðsynlegt að hjálpa Libanon, ef um það yrði beðið, snem nú við blað- inu, og fóru að ympra á því, að forsetaskipti yrðu sem fyrst. En þá gerðist óvæntur atburður, sem líklega hefur — af einhverjum mistökum, sem enn em ekki upplýst, — gerzt fyrr en gert var ráð fyrir: Það varð skyndilega stjórnarbylting í írak. Konungur íraks og forsætis- ráðherrann vom drepnir — svo og öll konungsfjölskyldan. — Þá bað Shamoun Libanonforseti Bandaríkin opinberlega um hjálp, samkvæmt 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, — og nú var hún veitt með þeirri skyndingu, sem Bandaríkjunum einum er tiltæk — þegar þau vilja það við hafa. Atburðimir í Libanon em nú orðnir aukaatriði. Byltingin í írak yfir- skyggir þá gjörsamlega. Sá atburður varð til þess að Bandaríkin viku nú í fyrsta sinn frá hinni óheillavænlegu stefnu, sem þau hafa fylgt í Araba- löndum, og leitt hefur af sér slíkt stjómmálaöngþveiti í Evrópu og við Miðjarðarhaf, að nú er heimsstyrjöld með öllu óumflýjanleg. Atburðirnir í írak og Libanon em beint framhald af Súez-pólitík Bandaríkjanna 1956. Því var haldið fram í þessu riti í árslokin 1957, að með framkomu sinni í Súez-deilunni haustið 1956, hafi Bandaríkin „frestað heimsstyrj- öld þeirri, er óhjákvæmilega hlýtur að koma, um nokkra mánuði eða í mesta lagi nokkur ár.“ Sú spá hefur reynzt rétt. Við Súez komu Banda- ríkjamenn í veg fyrir það, að Bretar og Frakkar gripu í taumana í styrjöld, sem brotizt hafði út milli fsraels og Egiptalands. Nú verða þeir að gera sjálfir hið sama. Þeir verða nú að flytja lið og hergögn til Libanon og Jórdaníu til þess að vera þess umkomnir að skakka leikinn, ef styrjöld brýst út í Arabalöndum, eða við ísrael. Sá eldur, sem nú er kviknaður í löndunum við botn Miðjarðarhafsins verður ekki slökktur nú um sinn. Það var e. t. v. hægt að koma í veg fyrir það við Súez haustið 1956, að Arabaríkin yrðu kommúnismanum að bráð, en nú er það of seint. v---------------------------------------------------------------------------- DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.