Dagrenning - 01.08.1958, Page 38

Dagrenning - 01.08.1958, Page 38
an við Biblíuna — má telja fullsannað, að allur þorri hinna tíu ættkvísla úr Ísraelsríki, sem herleiddar voru til As- syríu, hafi aldrei snúið aftur til Pale- stínu, og þessari staðreynd breytir það í engu, þó að í „Júda og Benjamín“, sem heim snéru, hafi verið fáeinir ein- staklingar úr ættkvíslum þessum. Það fólk, sem eftir varð, var aðalstofn hinna tíu ættkvísla og það fólk — eða afkom- Oíidur þess — er enn í dag hinn forni ísrael, hvar svo sem það er niður komið á hnetti vorum. SPÁSÖGNIN í ESDRASBÓK. Til viðbótar því, sem nú hefir verið sagt, má benda á merkilega frásögn í einni hinna apokrýfu bóka, sem einmitt er kennd við Ezra, fræðimanninn mikla, sem leiddi Gyðinga heim aftur, — þ. e. Esdrasbók. Nafnið Ezra á hebresku er Esdras á grísku. í II. Esdrasbók eru margar spásýnir um framtíðina, ekki ósvipaðar og í Daníelsbók, og segir þar í 13. kapítula frá einni þessari spásýn. Þar sér Esra mikinn fjölda þjóða safnast sam- an til þess að berjast við mann nokk- urn, sem „steig upp úr hafinu“ og „flaug með skýjum himinsins“. Og þessi „maður“ eyddi þessum manngrúa „erf- iðislaust með lögmálinu, sem er í lík- ingu báls“. En að því búnu sá Esra „hinn sama mann stíga niður af fjall- inu og kalla til sín annan grúa, sem var friðsamlegur“. Og þegar Drottinn útskýrir þessa sýn fyrir sjáandanum, segir hann þessi merkilegu orð: „Og er þú sást safnast til hans ann- an fjölda, sem var friðsamlegur, eru það hinar tíu ættkvíslir, sem herleidcL- ar voru úr sínu eigin landi á dögum Hósea konungs og Salmanesar Assyríu- konungur flutti burt sem fanga, og hann flutti þá yfir Fljótið og inn í annað land. En þeir réðu það með sér, að þeir skyldu yfirgefa hinn heiðna mannfjölda og halda burt til fjarlægra landa, þar sem aldrei höfðu menn búið, svo. að þeir gætu haldið þar lög sín, sem þeir höfðu eigi haldið í landi sínu. --------En um það land var langan veg að fara, eða hálfs annars árs ganga, og þetta land var kallað Ar-Sreth.“ (II. Esdrasbók 13. 39—45.) Flest bendir til þess að Ar-Sareth hafi verið landsvæðið norðan Svarta- hafs í Rússlandi og enn í dag er á því svæði fljót, sem Sareth heitir. Um þetta segir enn fremur í hinni miklu bók Adam Rutherfords: ísrael- Britain, á þessa leið: „Þessa frásögn staðfestir hinn frægi gríski sagnaritari Heródot, sem segir frá því, að einmitt um það leyti sem Esdras bendir á, hafi stór þjóð, sem nokkru áður hafði búið fyrir sunnan Araxes, flutzt í stórhópum inn í Ev- rópu og setzt að í landinu fyrir norðan Euxinos (Svartahaf). Sjá IV. og VII. bók Heródots.“ HVAÐ SEGJA GYÐINGAR SJÁLFIR? Um þetta mál var skrifað víða í rit Gyðinga af miklu viti og skilningi, áður en zionistum (sem eru stjórnmálaflokk- ur) tókst að undiroka Gyðinga nútím- ans á svipaðan hátt og kommúnistar undiroka nú allar þjóðirnar austan „tjalds". Þá stóð þessi setning í mál- gagni breskra Gyðinga, „The Jewish Chronicle": „Ritningarnar tala um framtíðar- dagrenning

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.