Dagrenning - 01.08.1958, Síða 44

Dagrenning - 01.08.1958, Síða 44
vel kunnugt um, eins og bezt sést af ummælum Jósefusar sagnaritara, sem tilfærð eru hér að framan. Og það eru kannske fyrst og fremst þeir, sem Kristur hefir í huga, þegar hann vígir lærisveina sína til kristniboðsins. Það sést m. a. á niðurlagsorðum útsending- arræðunnar, en þau eru þessi: „Því að sannlega segi ég yður, þér munuð alls eigi Ijúka við borgir ísraels, áður en mannssonurinn kemur.“ Þessi setning á ekki við það reynsluferðalag, sem Jesu sendir lærisveinana í tvo og tvo saman og frá er sagt í Markúsarguð- spjalli (6. kap.). Það ferðalag hefir sennilega aðeins verið farið til þorpa og borga í Júdeu og Galíleu, þar sem ísraelsmenn (Júda- og Benjamínsætt- kvísl) bjuggu, og það er ekkert rangt við það að kalla þá menn ísrael, eins og áður er sýnt fram á. Hitt er miklu þýðingarmeira, að skilja það, að Krist- ur sendi lærisveina sína fyrst og fremst — eða kannske eingöngu — til hinna tíu ættkvísla, sem þá bjuggu „í dreif- ingunni“, eins og það var þá orðað. Pétur var sá af postulum Krists, sem hann fól að hafa forustu fyrir söfnuði sínum, áður en hann leið píslarvættis- dauða sinn. I Nýja testamentinu eru aðeins tvö bréf, sem vitað er að hann hefir ritað og við hann eru kennd. Fyrra bréfið hefst á ávarpsorðum, sem eru stórkostlega athyglisverð. Þau eru þannig samkvæmt Biblíuþýðingu Fer- ras Fentons, og þau eru einnig eins í sænsku þýðingunni á Biblíunni. Þar segir: „Pétur postuli Jesú Krists heilsar hinum útvoldu útlendingum, sem búa dreifðir í Pontus, Galatíu, Kappadokíu, Asíu og Bityníu." (I. Pét. 1.) Hverjir eru það, sem Pétur ávarpar hér? Ef Pétur hefir skrifað þetta bréf, eru það ekki „Júda og Benjamín", sem þá búa enn í Gyðingalandi, og ekki hverfa þaðan fyrr en alllöngu eftir daga Péturs. Það er ekki heldur til einhverra fáeinna manna, sem tekið hafa trú á Krist og flutzt hafa burt fyrir ofsóknir eða af öðrum ástæðum. Allt bendir til þess að þetta bréf sé til hinna „út- völdu útlendinga" — hinna tíu ætt- kvísla ísraels —, sem einmitt á þessum tímum búa í þessum héruðum, sem upp eru talin. Var Pétur hér að rækja það boð Frelsarans að vekja hina „týndu sauði af húsi ísraels" til trúar á Krist? Vafalaust hafa postularnir verið búnir að senda menn til „útlendinganna í dreifingunni", eins og þessir Israels- menn voru kallaðir, til þess að kynna sér aðsæður þeirra, áður en þeir fóru sjálfir í leiðangra til þeirra. í Jóhannesar guðspjalli (7. 35) er setning ein, sem staðfestir þá skoðun, að Gyðingum var vel kunnugt um hinar ættkvíslirnar. Þar segir frá því, að Farísearnir sendu þjóna sína til að handtaka Jesú. Hann segir þá: „Þér munuð leita mín og ekki finna mig, og þar sem ég er þangað getið þér ekki komizt.“ Gyðingarnir sögðu þá sín í milli: „Skyldi hann ætla að fara til þeirra, sem dreifðir eru meðal heiðingj- anna?“ (Enska Bibl.) Hér er augljós- lega átt við hinar tíu ættkvíslir ísraels. Á myndinni, sem hér fylgir, sést hvar þessi héruð voru. Við nákvæma athug- un og samanburð á þeim frásögnum, sem nú eru'tiltækar, var það einmitt á þessum slóðum sem afkomendur hins forna ísraels bjuggu á fyrstu öld e. Kr., eins og Jósefus sagnaritari segir berum orðum. Hinar tíu ættkvíslir Israels voru því 42 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.