Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201514
AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds
kennaranna, sem ráðnir voru að skólanum á umræddu tímabili, voru lektorar sem
höfðu áður starfað sem fastráðnir kennarar við KÍ um lengri eða skemmri tíma (Gyða
Jóhannsdóttir, 2006). Fyrstu starfsár skólans sinntu þessir lektorar, auk kennslu í hinum
fámennu árgöngum í B.Ed.-náminu, kennslu við námsbrautir gamla kerfisins – fram-
haldsdeild, menntadeild, almennu kennaradeildina og framhaldsnám til stúdentsprófs
(aðfarardeildir). Undir þessum kringumstæðum togaðist hið gamla starfshlutverk
þeirra á við hið nýja sem var í mótun; má í því samhengi með réttu tala um samsemdar-
kreppu (Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson, 1993, bls. 134).
Að svo miklu leyti sem leitað var nýrra fyrirmynda um kennsluform má ætla að til-
tölulega hefðbundin háskólakennsla hafi verið helsta viðmiðunin – og þá fyrirlestrar-
form í þungamiðju. Skólinn sem stofnun og kennarar hans fengu m.ö.o. takmarkað
ráðrúm eða aðstöðu til að nálgast hið nýja, krefjandi verkefni – skipulagningu og
framkvæmd kennaramenntunar á háskólastigi – óbundnir af öðrum viðfangsefnum
og af þeim ferskleika sem æskilegt hefði verið.
náMssKiPan saMKVÆMt rEglUgErÐ
Í bráðabirgðareglugerðinni um KHÍ 1971 og síðan í reglugerðinni 1974 var kveðið í
meginatriðum á um skipan hins nýja kennaranáms. Hvað varðar námsgreinar og vægi
þeirra var fylgt mjög náið fyrirmynd danskra kennaraskóla (ÞÍ. Deildarkennarafund-
ur 10. nóvember 1971, bls. 112). Tiltekið var í reglugerð hvaða greinar skyldu kennd-
ar á hverju misseri hins þriggja ára B.Ed.-náms sem og hve margar kennslustundir
skyldu koma í hlut hverrar greinar þau misseri sem þær voru kenndar (svonefndur
vikustundafjöldi pr. grein, sjá 11. gr. reglugerðar 1974). Námsgreinunum var skipað
í eftirfarandi sjö samstæður eða flokka: Uppeldisgreinar (12 ársvikustundir), félags-
greinar (7), mál (6), raungreinar (7), list- og verkgreinar (13), valgreinar (24), sérsvið
(6) sem taldist til uppeldisgreina. Samtals gera þetta 75 ársvikustundir sem skiptust
þannig á námsárin þrjú að flestar komu á 1. námsár (28) en fæstar á 3. námsár (23).
Þetta segir þó ekki alla söguna um fjölda þeirra greina sem voru á kennsluskrá á ein-
stökum námsárum eða misserum: í hverjum greinaflokki, einkum á verkgreinasviði,
gátu nefnilega verið á kennsluskrá hvers misseris tvær og jafnvel þrjár greinar. Þetta
þýddi að á 1. og 2. misseri (1. námsári) voru á kennsluskrá ekki færri en 10 greinar en
þeim fækkaði reyndar í 6–7 kennslugreinar á 3. námsári. Hver nemandi lagði stund
á annaðhvort tvær bóklegar valgreinar eða eina verklega; svöruðu þær til þriðjungs
kennaranámsins í heild. Samkvæmt reglugerð hófst valgreinanámið ekki fyrr en á
3. misseri. Hinir tveir þriðjungar námsins, annars vegar kennslugreinar grunnskól-
ans og hins vegar uppeldisgreinar, tilheyrðu svonefndum kjarna, þ.e. námsefni sem
öllum nemendum var skylt að tileinka sér. En í daglegu tali var heitið „kjarnagreina-
kennarar“ aðallega haft um þá sem önnuðust kennslu í námsgreinum grunnskólans
(íslensku, stærðfræði, líffræði, félagsfræði, trúarbragðasögu og kristinfræði).
Tvennt vekur einkum athygli þegar menn virða fyrir sér þessa námsskipan. Í fyrsta
lagi felur hún í sér engu minni tvístrun námstímans eftir greinum en nemendur áttu
á þessum árum að venjast á mennta- og framhaldsskólastigi. Í öðru lagi komu, af