Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 23 lOFTUr gUTTOrmssOn að í skólamálahópi og samstarfsnefnd örugglega verða felldar á almennum nem- endafundi. Svipað viðhorf hafði áður komið fram í leiðara í Snepli eftir tvo helstu fyrirliðana, Gísla Ásgeirsson og Hauk Viggósson (1977). Snemma í febrúar báru fulltrúar nemenda í skólaráði fram fyrirspurn varðandi samstarfsnefndina en störf hennar höfðu legið niðri vegna jólaleyfis og prófa (ÞÍ. Skólaráðsfundur 8. febrúar 1978, bls. 180). Þetta mun hafa orðið nefndarmönnum hvöt til að hefja fundahöld að nýju. Svo mikið er víst að um miðjan febrúar hélt nefndin sinn 4. fund. Í greinargerð, sem Haukur Viggósson flutti á almennum fundi nemenda- ráðs skömmu síðar5, kemur fram að á nefndarfundinum hafi kennarar og nemendur lýst áliti sínu á áður fram komnum tillögum og verið samdóma um að þær væru mjög ófullnægjandi. Þó mun nefndin ekki hafa séð ástæðu til að standa gegn óskum um að tillögurnar yrðu birtar í málgagni nemendaráðs (Haukur Viggósson, 1978b, bls. 4). Þar er talað um þær sem „vinnuplagg sem kom út úr starfi samstarfsnefndar í haust“, m.ö.o. sem sögulegt plagg (Tillaga að nýju skipulagi 1. árs – haustmisseri, 1978, bls. 9). Öðrum þræði má líta á birtingu vinnuplaggsins sem viðleitni af hálfu nemenda til að útvíkka umræðu um breytingastarfið en að hinu leytinu mun hún hafa átt að undir- strika að nýr áfangi væri að hefjast í málatilbúnaði og stefnumótun. Um þetta vitnar m.a. áðurnefnd greinargerð, svo sem nánar verður vikið að. Nefndarmönnum mun fljótlega hafa orðið ljóst að nauðsynlegt væri að skoða kennaranámið sem heild, og þá einkum kjarnaþætti þess, áður en hægt væri að ganga frá tillögum um breytta námsskipan á einstökum misserum námsins. Einkum munu fulltrúar nemenda hafa mælt fyrir nauðsyn heildarstefnumótunar. Þetta sjónarmið kemur skýrt fram í greinargerð Hauks Viggóssonar (1978b) en þar segir að endur- skoða þurfi „námið í K.H.Í. með hugmyndafræðilegan grunn [svo!] sem marki stefnu í endurskoðuninni“. Þennan grunn sé að finna í markmiðum skólastarfsins eins og þau séu skilgreind í grunnskólalögum, námskrá fyrir grunnskóla, almennum hluta, í erindisbréfi kennara og öðrum viðlíka plöggum. Í febrúar mun hafa samist svo um að tveir kennarar í uppeldisskor, sem sæti áttu í samstarfsnefndinni, Jónas Pálsson og Þuríður J. Kristjánsdóttir, yrðu tilteknum full- trúum nemenda í nefndinni innan handar við vinnu að umræddri stefnumótun. Tveir nemendanna sem áttu sæti í samstarfsnefndinni, Guðbjörg Pálsdóttir og Rúnar Sig- þórsson, fjölluðu í kennsluritgerð sinni (1978) um stefnumótun í kennaramenntun. Mynduðu þessir fjórir einstaklingar óformlegan umræðuhóp sem starfaði a.m.k. út marsmánuð. Að sögn Þuríðar tók rektor skólans, Baldur Jónsson, öðru hverju þátt í umræðum hópsins (Loftur Guttormsson, 2014). Annars eru heimildir um þær mjög af skornum skammti; t.d. er óljóst hvort hópurinn starfaði í einhvers konar umboði sam- starfsnefndar, en a.m.k. virðist sú síðarnefnda hafa tekið sér hvíld á meðan. Á sama tíma héldu kennarar áfram kynningu innbyrðis á kennslu sinni og viðfangsefnum sem og umræðu um títtnefndar breytingar á námsskipan skólans. M.a. lagði Þuríður fram drög að þemauppbyggingu kjarnaþátta kennaranámsins þar sem gert var ráð fyrir fimm þemum á 1.–3. námsári (Þuríður J. Kristjánsdóttir, 1978). Þá héldu kjarna- greinakennarar 1. árs með sér fund snemma í apríl þar sem þeir þinguðu m.a. um það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.