Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 43

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 43 hAnnA rAgnArsdóTTir svarað spurningum annarra barna um litarhátt og ættleiðingu. Nokkur börn töluðu um að þeim hefði verið strítt vegna útlits síns og þeim þótti það mjög leitt. Þau nefndu eftirfarandi dæmi um spurningar og athugasemdir sem þau hefðu fengið: „Þværðu þér ekki?”, „kúkabrúnn“ og „hrísgrjónaaugu“. Eitt barn sagði um þetta: „Strákarnir kalla mig stundum Kínverja, en mér er alveg sama.“ Kennararnir sögðu það ekki algengt að börnunum væri strítt vegna útlits síns og uppruna, en ef það kæmi fyrir væri strax tekið á því. Að sögn kennaranna voru sum barnanna mjög sjálfsörugg í umfjöllun sinni um upprunann og áttu auðvelt með að bregðast við forvitni og stríðni. Einn kennari sagði um þetta: [Hún] er stolt af því að vera frá [upprunalandinu], og ekki í neinum vandræðum með að útskýra uppruna sinn. Krökkunum í bekknum finnst þetta bara spennandi og jákvætt. [Hún] er bara mjög sjálfsörugg með það. Kennarar töldu að börnin fengju góðan undirbúning og fræðslu heima fyrir til að takast á við forvitni og stríðni. Frístundastarf, áhugamál og vinátta Í viðtölum við börnin kom fram að mörg þeirra voru mjög virk í margvíslegu frístundastarfi, svo sem íþróttastarfi og tónlistarnámi. Algengt var t.d. að þau æfðu eina íþrótt og lærðu jafnframt á hljóðfæri. Að mati kennaranna höfðu sum barnanna of mikið að gera. Börnin höfðu einnig ólík áhugamál eins og gengur og gerist. Mörg þeirra höfðu ferðast töluvert og sum höfðu ferðast til upprunalandsins með foreldrum sínum. Flest barnanna sögðust eiga einn eða fleiri góða vini og vinkonur, en nokkur virtust hafa átt erfitt uppdráttar félagslega í upphafi skólagöngu. Kennarar staðfestu þetta og nefndu m.a. að stjórnsemi og óöryggi hefði valdið erfiðleikum í samskipt- um hjá einstaka börnum. Í vinahópum barnanna voru börn af ólíkum uppruna, bæði íslensk börn og börn af öðrum uppruna. Auk vina í skólum og frístundastarfi höfðu börnin regluleg samskipti við önnur ættleidd börn sem komu á sama tíma til landsins. Þannig hittust hópar stúlkna frá Kína sem kalla sig „Kínasystur“ reglulega með fjöl- skyldum sínum og einnig hópar barna frá Indlandi. Börnin í hópunum sögðust ekki tala mikið um upprunalönd sín þegar þau hittust, heldur ýmislegt annað. Ein stúlka sagði: „Það er gaman að hitta stelpurnar. Við tölum ekki mikið um [upprunalandið] og ég hugsa ekki mikið um að ég sé þaðan.“ Ættleiðingin og upprunalandið virtust því ekki vera þeim ofarlega í huga þegar þau hittust. Sjálfsmynd, tengsl við upprunaland og framtíðarsýn Sjálfsmynd barnanna í rannsókninni virðist í flestum tilvikum vera sterk og þau virð- ast vera ánægð með lífið og tilveruna. Þau virðast flest hafa náð að fóta sig vel í íslensku samfélagi og skólum. Einnig hafa þau flest nokkrar hugmyndir og væntingar um framtíð sína. Flest þeirra sögðust stundum hugsa um uppruna sinn, upprunalandið og foreldrana, höfðu áhuga á einhvers konar tengslum við upprunaland sitt og vildu heimsækja það. Ein stúlka sagði: „Mér finnst bara skemmtilegt að vera svona frá öðru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.