Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 56

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201556 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ veita sér lítinn stuðning. Þá telja þeir spilunina veita innihaldsríkari félagsskap en samskiptin við fjölskylduna gera (Charlie o.fl., 2011). Rannsóknir sýna einnig að veikt samband við foreldra hefur forspárgildi fyrir meiri tölvunotkun unglinga (Willoug- hby, 2008). Þá virðist sem einstaklingar séu misjafnlega útsettir fyrir áhættu og að börn séu í sérstökum áhættuhóp, sérstaklega þau sem standa illa félagslega og/eða þau sem fá ekki nægjanlegan stuðning frá foreldrum (Livingstone og Smith, 2014). Rannsóknir sýna jafnframt almennt að góð samskipti eru öflug forvörn gegn félags- legum vanda og auka þrautseigju (Beatty, Cross og Shaw, 2008; Luk, Farhat, Iannotti og Simons-Morton, 2010). Með nýrri miðlun hafa óæskilegir kimar samfélagsins orðið opnari og þar með birtist foreldrum nýr vandi (d’Haenens og Tsaliki, 2013). Internetið er þess eðlis að erfitt er að hafa stjórn á ýmsu því sem þar finnst og talist getur varasamt. Ýmis áhætta á netinu er alþjóðleg og má nefna í því samhengi kynferðislegt, andlegt og líkam- legt ofbeldi. Önnur áhætta er skilgreind á mismunandi hátt eftir menningu og sam- félagslegum viðmiðum, en þar má nefna trúarskoðanir, kynlífsaldur og kynhegðun (Atwood, 2006; Lüders, Brandtzæg og Dunkels, 2009). Margt bendir til þess að styrkja þurfi almennt siðferði er varðar netnotkun og vísað er til þess að viðmið og gildi verða oft önnur þegar um er að ræða rafræn samskipti en þegar samskiptin eiga sér stað augliti til auglitis (Flores og James, 2013; Leung og Lee, 2012). Þess vegna þurfi að efla þær bjargir sem til eru í samfélaginu til að styrkja unglingana (Leung og Lee, 2012; Lüders o.fl., 2009). Áður gátu foreldrar gengið að því vísu að á heimilinu væru börn þeirra í skjóli fyrir því áreiti sem leyndist úti fyrir. Með tilkomu netsins hefur þetta breyst og þar með hafa komið upp nýjar aðstæður sem fjölskyldur verða að laga sig að. Foreldrar eru því í lykilhlutverki hvað varðar ábyrgð á því hvernig börn eru búin undir kynni af netheimi (Mascheroni og Kjartan Ólafsson, 2014; Staksrud og Livingstone, 2009). Fjölskyldumeðferð (e. family therapy) er ung og ört vaxandi fræðigrein og tekur til áhrifamátta fjölskyldunnar. Hún á meðal annars rætur að rekja til sálgreiningar og kerfiskenningar (e. system theory). Það er kenning sem á upphaf sitt í verkfræði, en þar er litið svo á að fjölskyldan sé eins og vél sem samsett er úr mörgum einingum (einstaklingum). Ef ein eining kerfisins bilar virkar hún ekki sem skyldi. Þessi nýja nálgun breytti því hvernig horft var til vanda einstaklings og fjölskyldu. Þá er horft til samspilsins milli manna og þess umhverfis sem einstaklingurinn tilheyrir. Ýmis líkön og verkfæri hafa verið þróuð til að vinna með fjölskyldum að þeim verkefnum sem þær standa frammi fyrir. Fjölskyldumeðferðarfræðingurinn Salvador Minuchin lagði mikla áherslu á form- gerð fjölskyldna (e. family structure). Hún vísar til uppbyggingar fjölskyldu og óskráðra reglna sem fjölskyldumeðlimir hafa komið sér upp. Formgerðin sést best á því hvernig samskiptamynstri fjölskyldunnar er háttað. Ákveðnar væntingar og kröfur eru gerðar til fjölskylduhlutverka og áhersla lögð á að foreldrarnir setji börnum sín- um reglur og mörk (Nichols og Schwartz, 2010; Rivett og Street, 2009). Samkvæmt kenningu Minuchin getur ágreiningur kynslóða orðið til þess að unglingar þrói með sér netávana (Shek, Sun og Yu, 2013). Kenningin leggur mikla áherslu á stigveldis-

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.