Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 57

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 57 ólínA FreysTeinsdóTTir, hAlldór s. gUðmUndssOn Og K JArTAn ólAFssOn formgerðina (e. hierarchy structure) og nauðsyn þess að hún sé stöðug en sveigjanleg þannig að hún þoli breytingar. Ef hún er of stíf eða ósanngjörn geta börn fundið fyrir varnarleysi og skorti á leiðsögn (Nichols og Schwartz, 2010). Virginia Satir (1967) setti fram kenningu um áhrif tjáskipta (e. communication theory) í fjölskyldum. Kenningin snýr að samspili milli einstaklinga í fjölskyldu en samkvæmt henni ráða samskipti fjölskyldumeðlima því hvernig til tekst. Einstak- lingar senda hver öðrum stöðugt skilaboð með orðum, líkamsbeitingu og svipbrigð- um. Erfiðleikar í fjölskyldukerfinu hafa áhrif á samskipti fólks og ef koma á af stað breytingu í kerfinu er það gert með áherslu á tjáskiptin. Það getur einkennt fjölskyldur í vanda að skortur er á sjálfsvirðingu, tjáskipti eru óskýr og ekki heiðarleg og reglurnar engar eða stífar (Nichols og Schwartz, 2010). Örugg tengslamyndun foreldra við börn sín er kjarninn í sjálfsmyndarsköpun barna. Einstaklingi er mikilvægt að vera elskaður, samþykktur og dáður. Eins og jurt þarf vatn og súrefni þarf barn nánd og samskipti við foreldra (Gerhardt, 2004). Fjöldinn allur af kenningum í fjölskyldufræðunum er byggður á tengslum og er ein þeirra frásagnarnálgunin (e. narrative approach) (Rivett og Street, 2009). Sú nálgun byggist á því að brjóta niður fyrirfram gefnar hugmyndir og líta á kjarna viðfangsefn- isins og hún getur hentað vel til að skoða tölvuávana unglings sem getur verið af ýmsum toga. MarKMiÐ Og rannsóKnarsPUrningar Tilgangurinn með þessari rannsókn er að öðlast skilning á samskiptum unglinga og foreldra hvað netnotkun snertir. Rannsóknir gefa til kynna að unglingar noti tölv- una m.a. vegna skorts á jákvæðum samskiptum (Charlie o.fl., 2011; Leung og Lee, 2012; Willoughby, 2008) og ljóst er að mikil netnotkun þeirra hefur áhrif á fjölskyldu- umhverfi og samband þeirra við foreldra (Charlie o.fl., 2011). Livingstone og Haddon (2012) benda á nauðsyn rannsókna þar sem rætt er við unglinga beint um viðhorf þeirra því að áhyggjur þeirra geta verið allt aðrar en foreldranna. Markmið rannsóknarinnar var einnig að skoða netnotkun hér á landi með það fyrir augum að auka þekkingu á netávana og styðja þannig foreldra og benda á leiðir sem gagnlegar eru í tengslum við vandann. Rannsóknir hafa mjög beinst að uppeldisaðferðum foreldra (Kalmus o.fl., 2015; Mascheroni o.fl., 2013). Í þessari rann- sókn er athyglinni beint sérstaklega að viðhorfi unglinga til afskipta og aðferða for- eldra þeirra við að setja takmarkanir á netnotkun og svör þeirra skoðuð frá sjónar- horni fjölskyldufræðanna. Með rannsókninni er ætlunin að gefa gleggri mynd af þeim vanda sem fylgir netávana og hlutverki fjölskyldunnar í því samhengi. Þar gegna samskipti og þau mörk sem foreldrar setja börnum sínum mikilvægu hlutverki. Lagt er upp með eftir- farandi rannsóknarspurningar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.