Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 90

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 90
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201590 meiri árAngUr, vAlFrelsi Og ráðdeild? vali á námi, en með þessu viðhorfi eru ósjálfbær hagkerfi heimsins og stjórnvöld sem halda þeim úti fríuð af allri ábyrgð á þessari þróun (Piketty, 2014). Þagað er um nýlegt efnahagshrun í þessu sambandi. Skýrsluhöfundar setja fram „lausn“ á þessum vanda með því að telja það farsælast að atvinnulífið móti inntak náms í framhalds- og háskólanámi „til að menntakerfið styðji betur við verðmætasköpun í landinu“ (bls. 52). Þannig væri best hægt að „draga úr atvinnuleysi háskólamenntaðra“ (bls. 52). Þetta er mikilvægur liður í þeim gildum sem lögð eru til grundvallar, þ.e. að meginmarkmið menntunar sé að búa til sveigjan- lega einstaklinga sem geti auðveldlega lagað sig að hagsmunum (stór)fyrirtækja og þannig megi tryggja sem best að þeir gangi ekki um atvinnulausir. árangUr, ValfrElsi Og ráÐDEilD – MEginstEf sKÝrslUnnar Meginstef skýrslunnar er aukin áhersla á árangur, valfrelsi og ráðdeild. Þessi þrjú hugtök móta kaflaskiptinguna í skýrslunni. Hér verður hver kafli fyrir sig ræddur og fjallað um nokkrar af þeim fullyrðingum sem þar koma fram, framsetningu þeirra, inntak og átök sem eru um þessar fullyrðingar í fræðaheiminum. Árangur Þegar rýnt er í orðræðu skjalsins um árangur kemur skýrt fram hvaða skilningur er lagður í það hugtak. Hinni hlutbundnu pósitívísku nálgun er hampað sérstaklega og látið að því liggja að hægt sé að mæla árangur skóla og kennara út frá einkunnum nemenda og að fjölþjóðlegar kannanir OECD og fleiri séu raunverulegur mælikvarði á gæði menntakerfa. Rætt er sérstaklega um árangursröðun Íslands í samanburði við aðrar þjóðir sem hafi verið „áberandi verri árið 2012 en í fyrri könnunum“ (bls. 16). Ekki er því haldið til haga að árið 2009 hafi verið nokkuð góð útkoma. Ekki er held- ur bent á að útkoman árið 2012 hafi verið mjög svipuð útkomunni árið 2006 í lestri, sbr. myndina hér fyrir neðan. Þá er þess ekki getið að þessi árangursmunur milli ára sé víða algengur í löndunum í kringum okkur og erfitt hafi verið að skilgreina nákvæmlega ástæður þess fræðilega. Eins er algjör þögn um aukna misskiptingu á Íslandi frá árinu 2000 sem tók alvarlega dýfu í kjölfar hrunsins en börnum sem lifa undir fátæktarmörkum fjölgaði um 20% frá 2008–2012 (UNICEF, 2014). Líklegt er að áhrif hrunsins hafi verið komin fram að fullu árið 2012 en hafi verið óveruleg árið 2009. 510 490 470 2000 2003 2006 2009 2012 Mynd. Meðalútkoma 15 ára íslenskra nemenda í lestri á PISA-prófum frá 2000–2012

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.