Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 91

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 91 berglind rós mAgnúsdóTTir Annað dæmi um val skýrsluhöfunda á sjónarhorni í þessum talnaleik er sú fullyrðing að við Íslendingar „stöndum … höllum fæti gagnvart nágrannalöndum þegar horft er til tölulegra mælikvarða. Námsárangur grunnskólanema er undir meðaltali Norð- urlandanna …“ (bls. 9). Meðaltalið er vægast sagt skekkt vegna Finnlands sem kemur mun betur út en öll hin Norðurlöndin og hækkar meðaltalið þannig að öll Norður- löndin nema Finnland hafa árangur undir meðaltali Norðurlandanna. Þetta er vel þekkt áróðursbragð í úrvinnslu tölulegra gagna til að skapa áhyggjur og ótta og ná fram tiltrú á þeim breytingum sem talað er fyrir. Valfrelsi Fullyrðingin um að valfrelsi neytenda (foreldra) á svokölluðum menntamarkaði tryggi gæði, jafnrétti og fjölbreytileika hefur farið víða og kemur m.a. fram í skýrsl- unni. Margir hafa lagt hönd á plóg við að sýna að tengsl á milli gæða, jafnréttis og menntunar eru mun flóknari en svo að hægt sé að tengja aukin gæði eða árangur við einkarekstrarform (t.d. Lubienski og Lubienski, 2014). Víða þar sem mikil áhersla er á foreldraval og samkeppni milli skóla hefur aðgreining og jaðarsetning ákveðinna minnihlutahópa aukist á meðan samþjöppun þeirra sem búa við forréttindi hef- ur magnast (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2014; Lundahl, Erixon Arreman, Holm og Lundström, 2013; Reay, 2007). Eins er ljóst að á meðan gæði skóla eru aðallega metin eftir meðalárangri á stöðluðum prófum ýtir það ekki undir skapandi og fjölbreytilegt skólastarf (Lingard, Martino og Rezai-Rashti, 2013). Aðgreining eftir menningu, fötl- un eða stétt er talin neikvæð og ógna lýðræðishlutverki skólans þar sem skólinn er í raun eini staðurinn þar sem möguleiki gefst á að kenna ólíkum hópum fólks að lifa saman og skilja veruleika hvers annars. Í skýrslunni er jafnframt fullyrt að einkarekstur skili sér í aukinni almennri ánægju foreldra: Garðabær er með meira en helming leikskólabarna í einkareknum leikskól- um og í því sambandi er tekið fram að í þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir sveitarfélagið árið 2012 hafi ánægja íbúanna með leikskólaþjónustu bæjarins mælst yfir 90%, meiri en í öðrum sveitarfélögum landsins (bls. 35). Engar aðrar vísbendingar eru nefndar, og heldur ekki tekið fram að Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafi í sumum tilvikum farið yfir 90% múrinn. Ráðdeild – að ná niður kostnaði og auka skilvirkni kerfisins Megintillögur á þessu sviði eru raktar og ræddar hér á eftir en þó ekki endilega í þeirri röð sem um þær er fjallað í skýrslunni. Tillaga um grunnskólakerfið Lagt er til að gjöld til grunnskólamenntunar barna verði skert til að geta staðið sóma- samlega að háskólamenntun. Höfundar segja að ríkið eyði „hlutfallslega of miklum fjármunum … í fyrri stig námsferilsins“ (bls. 10) og er byggt á þeim upplýsingum að fjárframlög á hvern nemanda í grunnskóla séu hærri en á hvern nemanda í háskóla- námi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.