Reykjalundur - 01.06.1950, Side 4
Guðmundur Björnsson, landlæknir
(Eflir mílverki í dagstofu á Vífilsstöðum)
„Heilsuhælisfélagsins" haldinn 13. nóv.
1906. Deildir voru stofnaðar víða uin land
og komust félagsmenn upp í 3000. — Horn-
steinn að hælisbyggingunni var lagður 31.
maí 1909. Fjölmargar upplýsingar er að
finna í ritinu um þessi mál, og skal þeim,
er frekari fræðslu óska bent á það.
— Hvernig var ástandið i þessum málum,
um það leyti sem hœlið var byggt?
— Samkv. upplýsingum Sig. Magnússon-
ar í afmælisritinu voru árið 1911 um 80
sjúklingar á dag á Vífilsstaðahæli, en það
var nærri helmingur sjúkrarúma á íslenzk-
um spítölum, fyrir utan Laugarnes og
Klepp — svo að sýnt er, að þörf fyrir hælið
hefur verið brýn. Berkladauðinn var 2 af
þúsundi árið 1912 — og hélst svipaður fram
til 1933, en }:>á féll hann niður í 1,5%.
— Hefur byggingin frá upphafi verið i
þvi formi, sem nú er, eða hafa verið gerðar
á henni einhverjar breytingar eða endur-
bœtur?
— Upphaflega var hælið ætlað fyrir 70—
80 sjúklinga, en nú eru þeir að jafnaði um
210. Þessi fjölgun gat því aðeins átt sér stað,
að mikið hefur verið byggt til viðbótar,
starfsmenn og hjúkrunarfólk flutt úr hæl-
inu sjálfu í önnur hús, en jafnframt hef-
ur orðið að þrengja að sjúklingum frá því
sem áður var. 1919—’20 var byggt yfirlækn-
ishús, 1926 íbúðarhús fyrir aðstoðarlækni
og starfsmenn búsins, 1934 nýtt starfs-
mannahús og síðustu árin hafa sex íbúðar-
hús verið reist til viðbótar þeim, sem fyrir
voru, auk annarra umbóta.
— Hvað um yfirstjórn hælisins? Hver eða
hverjir voru á undan þér og hvenœr komst
þú að hœlinu.
— Sigurður Magnússon var fyrsti yfir-
læknir hælisins og tók ég við því starfi af
honum 1939, en hafði áður unnið við lækn-
isstörf hér frá 1. sept. 1922.
— Hvað um samstarfsfólk þitt fyrr og
siðar?
— í stuttu viðtali sé ég mér ekki fært að
nefna allt það ágæta fólk með nöfnum, en
ég vil nota tækifærið til þess að þakka því
öllu, læknum, hjúkrunarkonum og öðru
starfsfólki fyrirtaks samvinnu á liðnum ár-
Prófessor Sig.
Magnússon
jyfirlæknir
Vífilsstaða-
hælis frá
stofnnn til
1939. Einn af
helztu hvata-
mönnum að
iliyggingu
hælisins.
2
Reykjalundur,