Reykjalundur - 01.06.1950, Page 46

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 46
átti vanda til, og skalf, þrátt fyrir öll loð- skinnin. Fyrirvaralaust sneri hún glamp- andi augum að manni sínum, er sat við lög- málsbókina og reri fram og aftur, og varp- aði að honum þessari spurningu: „Getur þú sagt mér, hvenær Messías, sonur Davíðs muni koma?“ „Hann mun koma,“ svaraði spekingurinn, „þegar allir Gyðingar eru orðnir fullkomnir í dyggðinni eða forhertir í ódyggðinni, eftir því sem lögmálið segir.“ „Getur þú ímyndað þér, að allir Gyðing- ar muni nokkru sinni verða dyggðugir?" liélt hún áfram. „Hvernig ætti ég að geta það?“ „Eftir því að dæma mun lians engin von, fyrr en allir Gyðingar eru orðnir siðspillt- ir?“ Spekingurinn yppti öxlum og sökkti sér á ný í völundarhús fræða sinna, sem sagt er, að aðeins einn maður hafi þrætt til enda, án þess að bíða tjón á vitsmunum sínum. Konan fagi'a sat enn við gluggann, horfði dreymandi út í regnið og hinir hvítu fing- ur hennar fitluðu óþolinmóðlega við svart skinnið á hinum glæsilega kjól hennar. ★ Eitt sinn fór spekingurinn til nágranna- borgar til þess að taka þátt í að leysa vanda- samt atriði, er laut að ritskýringu lögmáls- ins. Vegna hinnar nákvæmu þekkingar hans á' efninu, tókst að ráða fram úr vandanum miklu fyrr en hann hafði búizt við. Þess vegna hélt hann af stað heimleiðis ásamt há- lærðum vini sínum þegar sama kvöld, í stað þess að koma ekki aftur fyrr en að morgni, eins og hann hafði gert ráð fyrir. Steig liann af vagninum fyrir utan hús vinar síns og gekk þaðan heim til sín. Hann varð mjög undrandi, þegar hann sá ljós í hverjum glugga og rakst á hermannaklæddan þjón, er stóð fyrir utan dyrnar og reykti pípu sína í mestu makindum. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann vingjarnlega, en ekki var laust við að nokk- urrar eftirvæntingar kenndi í rödd hans. „Mér var falið að hafa gát á, ef eiginmað- ur hinnar fögru húsfreyju skyldi koma heim fyrr en til var ætlazt." „Svo? Jæja, blessaður, vertu þá vel á verði.“ Að svo mæltu liélt spekingurinn burt frá liúsinu, en sneri svo að því hinum megin og læddist inn um bakdyrnar. í setustofunni hafði sýnilega tvennt setið að snæðingi fyrir stuttri stundu. Kona hans sat eins og hún var vön við gluggann í svefnstofu sinni, vaf- in skinnum. Kinnar hennar voru grunsam- lega rjóðar og í augnaráðinu var ekki þessi eilífa þrá, heldur leit hún nú á mann sinn með einkennilegu samblandi af fullnægingu og háði. í sama bili rak hann tána í eitthvað hart, og glamraði í. Þetta voru sporar. „Hver hefur verið hjá þér?“ spurði spek- ingurinn. Hún yppti öxlum og tjáði sú hreyfing dýpri fyrirlitningu en nokkurt svar hefði getað gert. „Á ég að segja þér það? Foringi riddara- liðsins hefur verið hérna hjá þér.“ „Nú, og þó svo hefði verið?“ sagði hún og strauk skinnið á jakkanum sínum með hvítri hendinni. „Ertu örvita, kona?“ ^ „Ég er með fullu viti,“ sagði hún og glettnisbros lék um munaðarlegar rauðar varir hennar. „En má ég ekki líka gera mitt til þess að stuðla að því, að Messías komi og endurleysi okkur vesalings Gyðinga?" Rukkari kom mcð reikning til litvegsbónda nokkurs. Útvegsbóndinn kvaðst ekki geta greitt hann strax, en til þcss að gera rukkaranum nokkra úrlausn ,sagði hann við liann að skilnaði: — I>ú getur reynt að koma um mánaðamótin, því að þá fellur á mig víxill og ætti ég þá að geta borgað þetta lítilræði. 44 Revkjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.