Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 31
Þegar lagt var a£ stað var vestangola, svo
að sett var upp segl, en annars gekk bátur-
inn sæmilega, eftir því sem þá gjörðist,
Bjuggum við um okkur á lestarlúgunni,
því að niður komum við aldrei í ferðinni,
og ætluðum við að reyna að sofa þar, en
það var ekki hægt fyrir kulda. Raunar
fengum við annað um að hugsa, því að
þegar við komum á móts við Vík í Mýrdal,
stoppaði vélin. Kom brátt í Ijós, að það
var svo mikið sót í hausnum, að hann
sprengdi ekki. Jafnframt kom það í ljós,
að báturinn lak svo mikið, að einn maður
varð að dæla, meðan vélin var stopp. En til
var varahaus og vélin komst í gang eftir
lítinn tíma. Þá varð að setjast niður og
meitla sót úr hausnum eða dæla bátinn, en
annars dældi vélin, þegar hún var í gangi.
Störf þessi lentu á okkur félögunum, vegna
þess að við vorum alltaf uppi. Veðrið var
mjög gott, því að næsta morgun um sólar-
uppkomu vorum við komnir austur undir
Ingólfshöfða, mjög grunnt, svo að við sá-
um þar á sandinum fjóra togara, sem höfðu
strandað þar árinu áður, og voru ýmist
fram- eða afturendinn upp úr sandinum.
Þar var einnig skonnorta. sem hafði strand-
að þar um veturinn og var að sjá heil, gert
utan að seglum, ems og hún lægi í höfn.
Má geta þess, að haustið eftir, þegar við
komum til Eyja, lá hún þar og var að taka
fisk.
Eftir að við komum fyrir Ingólfshöfða
fór að kula, svo að við höfðum leiði það
sem eftir var til Norðfjarðar, en þaðan
var fólkið, sem unnið hafði í landi við
bátinn um veturinn. Komum við þangað
klukkan 9 um kvöldið, en til Mjóafjarðar
um miðnætti, og vorum þá búnir að vera
44 tíma frá Eyjum. En nú var eftir að kom-
ast frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar, og ekki
gott í efni: allt á kafi í snjó, og engin báts-
ferð. En til þess að komast gangandi þang-
að, verður að fara yfir há fjöll, sem
eru þar á milli. Við höfðum ekki annað á
fæturna en sjóstígvél eða stígvélaskó og
getur það varla talizt heppilegt til að ganga
á yfir brött fjöll.
Þegar við vorum búnir að fá mat og
kaffi var komin fótaferð í þorpinu og fór-
um við að svipast um eftir hugsanlegum
bátsferðum. Sjáum við brátt, að maður
kémur róandi einn á bát og þekki ég strax,
að þetta er Kristján ísfeld, en hann átti
heima í Loðmundarfirði, Var auðsótt að
fá hann til að setja okkur upp á Brimbergi,
sem var yzti bær norðanmegin Seyðisfjarð-
ár, en þar átti ég heima. Þótti okkur þetta
heldur happ, að komast sjóveg, þó að við
yrðum að róa, en syfjaðir vorum við, þeg-
ar við rérum inn Seyðisfjörð í glaða sól-
skini og hvítalogni. x
Það urðu allir hissa heima, þegar ég
kom í lendinguna á árabát. Runólfur átti
svo eftir að komast inn í bæinn, en það varð
úr að Kristján lét til leiðast að fara með
hann inn eftir, en það er tveggja tíma róð-
ur í logni.
Var ég búinn að vaka hátt á þriðja sólar-
hring og þóttist góður að vera nú kominn
heim. Já, þá var gott að vera heima og sofa,
eftir slíkt ferðalag.
Svona voru nú aðstæðurnar þetta ár, og
mörg ferðin þessu lík á þeim árum, en þá
var algengt að fara með skipum, sem voru
með mörg hundruð manns í lest, bæði aust-
ur og suður, haust og vor.
★
Þess má geta, að báturinn, sem við kom-
um með austur, fórst um haustið með allri
áhöfn, og furðaði mig það ekki, eftir þeim
kynnum, sem ég hafði haft af útbúnaði
hans um vorið.
Asgeir Guðmundsson.
Reykjalundur
29