Reykjalundur - 01.06.1950, Page 14
býggingarnefnd fyrir samtökin og Sæ-
mundur meðan heilsa hans leyfði, en við
af honum tók Þorleifur Eggertsson, sem
síðan hefur átt þar sæti. Þessa ágætu
starfskrafta okkar erum við í mikilli
þakkarskuld við, fyrir þeirra mikla og góða
starf, og þá sömuleiðis gjaldkera sam-
bandsins, sem verið liafa á þessu tímabili,
eða síðan byggingar hófust, þá: Ólaf
Björnsson og Björn Guðmundsson, sem
liaft hafa mikið ónæði af þessum málum,
og mikið á sig lagt eins og byggingarnefnd-
in, og síðast en ekki sízt Þórð Benedikts-
son sem borðið hefur hita og þunga fjársafn-
ana á síðari árum, og aldrei verður þakkað
sem skyldi.
Byggingarframkvæmdir hefjast
— stjórn kosin
Það er svo 3. júlí 1944 að byggingin telst
vera hafin, en þann dag fara miðstjórnar-
menn ásamt fleirum sjálfboðaliðum hing-
að og grafa fyrir einum húsgrunninum,
sem liófst með því að þáverandi forseti
sambandsins — Andrés heitinn Straum-
land — stingur fyrstu skóflustunguna. Mikl-
ir erfileikar voru þá, að fá faglærða bygg-
ingamenn, einkum þó múrara, þó tókst að
fá Aðalstein Sigurðsson og Svavar Bene-
diktsson múrarameistara ásamt nokkrum
félögum þeirra til að taka að sér allt múr-
verk, senr þeir svo aðallega unnu um helg-
ar og vannst vel. Verk þetta gekk svo vel,
að þrátt fyrir margskonar erfiðleika, en
jafnframt mikla hjálpsemi fjölda manna.
um útvegun ýmiss konar efni o. fl. var
það svo, að fimm fyrstu húsin voru tilbúin
í desemberlok þetta ár, en önnur fimm að
nokkrum mánuðum liðnum. En nú þurfti
fleira að gera en hugsa um bvggingarnar
sjálfar, þar á meðal standsetja nokkra
hermannaskála, sem hér voru fyrir á land-
inu, og sem sambandið hafði keypt, til að
geta hafið starfrækslu. En í þeim þurfti að
vera: eldliúsið, borðstofan, læknastofur og
öll verkstæði. Þá þurfti og að semja reglu-
gerð fyrir heimilið, ráða starfsfólk o. m. fl.
Þann 12. nóvember kaus miðstjórnin 3
menn í stjórn fyrir vinnuheimilið þá: Árna
Einarsson, Maríus Helgason og Ólaf
Björnsson en ráðinn var sem yfirlæknir og
framkvæmdarstjóri Oddur Ólafsson læknir
og sem yfirhjúkrunarkona frk. Valgerður
Helgadóttir. Síðar kaus svo félag vistmanna
hér — Sjálfsvörn — 2 menn til viðbótar í
vinnuheimilisstjórn þá Júlíus Baldvinsson
og Sigurð Jónsson — en reglugerð lieimil-
isins kvað svo á, að félag vistmanna skyldi
þar eiga tvo fulltrúa. Stjórn þessi ásamt
miðstjórninni — sem að vísu voru mest
sömu mennirnir, gengu svo í það að semja
reglugerðina, en við það vandasama verk
naut luin mikillar og góðrar aðstoðar
berklayfirlæknisins, landlæknis og lögfræð-
ings sambandsins, hr. Sveinbjarnar Jóns-
sonar lirm. Miðstjórnin samþykkti síðan
reglugerð fyrir Vinnuheimilið 8. deseni-
ber 1944 og 25. janúar 1945 var hún stað-
fest af heilbrigðismálaráðlierra. Þá voru og
samdar „heimilisreglur", ákvörðun tekin
um kaupgreiðslur til vistmanna, sem var
nokkuð vandasamt verk, þar sem engin
slík stofnun sem þessi var til í landinu, og
því ekkert að fara eftir.
Þau Oddur og frk. Valgerður liafa ætíð
síðan starfað hér, og álít ég það mikið happ
fyrir samtökin að fá slíka ágæta starfskrafta,
sem reynslan hefur sýnt, og vona ég að við
fáum að njóta þeirra sem allra lengst.
Síðan rann fyrsti febrúar 1945 upp, —
dagur eins og aðrir dagar, senr þó bar á
nokkurn skugga, en hann var sá að forseti
sambandsins, Andrés Straumland lá í
sjúkrahúsi mjög þungt haldinn, sem varð
hans síðasta lega, og naut hann þess aldrei
að sjá óskadraum sinn rætast. — Að sjá
Vinnuheimili S.Í.B.S. komið upp, og tekið
til starfa.
12
Reykjalundur