Reykjalundur - 01.06.1950, Page 15
Frd Rcykjalundi — Borðstofa
Frekari framkvæmdir —
l Aðalbyggingin reist
Byggingum er svo haldið áfram, byggð-
ur er læknisbústaður, starfsmannahús, og
síðan eitt vistmannahús — það ellefta. En
jafnframt því hefst annar þáttur í bygg-
ingu Vinnuheimilisins. Allur nauðsynleg-
ur undirbúningur undir aðalbyggingu
staðarins er hafinn. Húsameistararnir vinna
sleitulaust að teikningum þess, iðnaðar-
menn tryggðir til að verkið geti hafizt
strax og tíðarfar leyfir, o. fl. o. fl. Hefst svo
verkið sjálft 2. april 1946 og lialdið áfram
af fullum krafti, þar til okkar íslenzki vet-
ur stöðvar það í desember, en þá var búið
að steypa upp kjallarann og tvær hæðir.
Síðan er aftur byrjað í marz 1947 og í á-
gústmánuði var húsið orðið fokhelt og
risgjöld haldin. Haldið er síðan áfram, svo
að segja stanzlaust þar til nú, að sá stóri
dagur er upp runninn — aðalbygging
Reykjalundar er tekin til fullrar notkunar.
öðrum stór-áfanga í byggingu Vinnuheim-
ilisins er náð, — já, stórsigur er unninn, —
miklu verki er lokið, sem unnizt hefur
furðu létt, enda unnið af mörgum hönd-
um —, já ntjög mörgum fórnfúsum hönd-
um.
Þetta mikla verk á að standa um aldur
og ævi sem glæsilegur minnisvarði allra
þeirra mörgu ósérplægnu manna og kvenna,
sem svo dyggilega hafa að því unnið, allt
frá því samtök okkar voru stofnuð, skapað
tnöguleikana fyrir því að þessi staður risi
af grunni. Mig brestur orð til að þakka það
sem skyldi, en ósk mín er sú: að á meðan
berklaveiki er til með okkar þjóð; megi
þessi staður vera sannkallað „heimili" allra
þeirra sem „óvinurinn" hefur herjað á.
Og ég vona að hjá öllum þeim er hingað
korna til dvalar, verði staður þessi sem sól-
skinsblettur á skuggóttri lífsleið þeirra sem
hafa við heilsuleysi að stríða. Þessi staður
er líka minnisvarði þess, hverju samheldn-
in — góður samstarfsvilji — einhuga félags-
andi og mikil og góð samvinna, að ó-
gleymdum einhug allrar þjóðarinnar, fær
áorkað þegar þetta er fyrir hendi. Og nú á
þessari stundu, þegar við erum hér saman-
komin; í þessum glæsilegu húsakynnum
til að gleðjast yfir unnum sigrum, minn-
umst við líka með mikilli virðingu og þakk-
Revkjalundur
13