Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 47
Brostnir blebkir.
Daníel Sumarliðason.
F. 20. júní 1908. - D. 6. júní 1950
Ávallt er ég liugsa um líf okkar mann-
anna og hverfulleik þess, verður mér á að
líkja því við blómin sem vaxa með okkur
og deyja — hverfa okkur sjónum fyrr en
við eigum von á. Þau lifna á vorin með
hækkandi sól til að gleðja okkur og sýna
um leið að til er æðri tilvera sem öllu fær
ráðið, en hverfa svo með lækkandi sól á
haustin og hverfa okkur sjónum fyrr en
við liöfum áttað okkur á, að kuldinn og
frostrósirnar á gluggum okkar nálgast. Líf-
inu er lokið, fyrr en við hugum að okkur
— lífi blómanna sem lífi mannanna. Við eig-
um von á haustinu, en erum þó aldrei við-
búin því, en þá hverfur gi'óður jarðarinn-
ar. Eins er það með líf mannanna, við eig-
um von á dauðanum, en erum þó aldrei
viðbúin að sá gróður jarðlífsins hverfi okk-
ur sjónum. Þessvegna er það, að andláts-
fregnir vina okkar koma okkur ætíð á ó-
vart, þótt við höfum fyrir okkur áþreifan-
legar sannanir þess að við eigum að vera
við þeim búnir.
Þannig fór fyrir mér, er mér var tilkynnt
um lát míns góða vinar og nána samstarfs-
manns, Daníels Sumarliðasonar, sem lézt
að Vífilsstöðum 6. júní s.l. eftir Iiarða bar-
áttu um lífið. Fyrst veiktist hann 1938, en
fékk þó sæmilega heilsu öðruhverju. Bar-
átta lians þessi síðustu 12 ár, varð því
ávallt sigursæl, því liann sigi'aðist á
óvini lífsins aftur og aftur, að lokum fór
Daníel Sumarliðason
þó svo að líkarni hans varð sigraður, en
sálin var ósigruð, því hann féll sem hetja
með sigurbros á vör og hans framúrskar-
andi kjarkur, rósemi, drengskapur og glað-
lyndi varð aldrei yfirbugað, það var í jafn
í'íkum mæli hjá lionum síðustu daga æv-
innar sem ávallt áður þótt hann vissi vel
að hverju stefndi. Og er augu hans lokuðust
í liinzta sinn, hvíldi svipur kærleikans og
drengskaparins yfir andliti hans.
Með Daníel er fallinn einn úr fylking-
arbrjósti S.Í.B.S., en að málefnum þess
starfaði hann af miklum dugnaði og ósér-
plægni, oft með veika heilsu, allt frá stofn-
un þess, og var því mikilvirkur baráttu-
maður í félagssamtökum okkar berklasjúk-
linga. Hann var formaður félagsdeildar-
innar á Vífilsstöðum þá er liann dvaldi þar
og Reykjavíkurdeildarinnar er hann dvaldi
í bænum, þar til hann tók sæti í sambands-
stjórninni 1946, sem liann síðan átti sæti
í til dauðadags. Auk þessa starfaði hann
mikið í ýmsum nefndum og að öðrum
Reykjalundur
45