Reykjalundur - 01.06.1950, Page 33
neytt til að auka söluna og hafa þegar ver-
ið lögð drög að mörgum þeirra.
Seldir miðar fyrir 4. flokk eru rösklega
24 þús. að tölu og hefur fækkað urn tæp 2
þús. frá 1. flokki. Sú fækkun kom aðallega
fram við endurnýjun til 2. flokks. Ekki
þarf að gera ráð fyrir að margir miðar falli
úr endurnýjun hér eftir og ber margt til
þess; fyrst og fremst vinsældir S.Í.B.S. svo
og það að viðskiptamenn eru nú orðnir
kunnugir reglum happdrættisins, muna
eftir dráttardögum og liagnaðarvonin, sem
bundin er við síðari drættina, mun einnig
gjöra sitt til að viðhalda viðskiptunum.
Hagnaður af happdrættinu, miðað við 25
þús. miða jafnaðarsölu fyrir hvern drátt er
áætlaður ca. 500 þús. krónur á ári og er því
happdrættið sú tekjulind sem S.Í.B.S. treyst-
ir mest á um fjárveitingu til framkvæmda
að Revkjalundi, á næstu árum.
S.Í.B.S. er annt um það, að umboðsmenn
happdrættisins geri sér ljóst, að það er und-
ir atorku þeirra komið, að miklu leyti,
hversu fljótt tekst að byggja Reykjalund
svo að til fyrirmyndar megi verða öllum
þjóðum og landi voru og lýð til ómælan-
legrar blessunar. Happdrættið á að bera
megin þunga af því átaki og vonandi mun
það valda honum með sóma.
Þ. B.
Hejur þú heyrt um manninn,
sem kom inn í Kronbúð og spurði, hvort herra Kron
væri við.
sem varð að fara út til að geispa, af því að það var
svo lágt undir loft í svefnherberginu hans?
eða bindindismanninn, sem auglýsti eftir herbergi,
sem slagaði ekki — og þingmanninn, sem auglýsti eft-
ir rakalausu herbergi yfir þingtímann?
— Bara, að ég væri svo ríknr, að ég gæti keypt mér
bíll
— Guð almáttugur I Hvað ætlarðu að gera með bíl?
— Hver hefur sagt, að ég ætli að kaupa bíl?
Þing D.N.T.C.
Björn Guðmundsson
Við Árni Einarsson fórum sem fulltrúar
fyrir S.Í.B.S. á þing D.N.T.C., sem að þessu
sinni var haldið í Þrándheimi dagana 18.
og 19. júní. En landsþing norsku samtak-
anna. „T.H.O.,s 3. ordinære landsmöte",
var haldið þar á sama stað dagana 17.—20.
júní.
Þing D.N.T.C. sátu tveir fulltrúar frá
hverju hinna fimm Norðurlanda. Sigfrid
Jonsson og Einar Hiller frá Svíþjóð, Karl
Hammerstedt og Stein Vík frá Noregi. Ed-
vard Pesonen og Veikko Niámi frá Finn-
landi, Urban Hansen og SvenMalthasen frá
Danmörku og við Árni frá íslandi.
Á Þinginu var rætt um starfsemi samtak-
anna í hverju þessara landa, samvinnu milli
þeirra og kynningarstarfsemi. Rætt var um
möguleika á öflun upplýsinga um hliðstæð
samtök í öðrum löndum Evrópu og um
mannaskipti milli landanna til að efla
kynningu. Einnig var rætt um smithræðslu,
sem er talsvert erfið viðureignar í sumum
þessara landa, en er orðin nærri óþekkt
fyrirbrigði hér hjá okkur, sem betur fer..
Á þinginu kom fram áhugi fyrir því að
auka starfsemi sambandsins í framtíðinni.
Næsta þing var ákveðið í Helsinki í júní
næsta sumar.
Björn Guðmundsson.
Reykjalundur.
31