Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 36
Fvá 7* þingi jS. T. B. J5.
Sjöunda þing SÍBS var haldið að Reykja-
lundi dagana 18.—20. ágúst í sumar. Marí-
us Helgason, forseti þingsins, setti þingið
með ræðu. í ræðu sinni minntist hann
þriggja manna, er gegnt höfðu ábyrgðar-
störfum fyrir samtökin og látizt höfðu á
tímabilinu, þeirra Daníels Sumarliðasonar,
Sigurleifs Vagnssonar og Magnúsar Helga-
sonar. Þingið vottaði ekkjum og öðrum
vandamönnum þessara látnu félaga sam-
úð sína. Daníel átti sæti í stjórn sambands-
ins frá þinginu 1946 til dauðadags, Sigur-
leifur átti sæti í fyrstu stjórn sambandsins
og síðar í vinnuheimilisstjórn. Báðir
gegndu þeir ásamt Magnúsi forystustörfum
fyrir Vífilsstaða- og Reykjavíkurdeildirnar.
Biskupinn yfir íslandi var ásamt konu
sinni viðstaddur setningu þingsins og ávarp-
aði hann þingheim nokkrum orðum. Auk
lians fluttu þarna ávörp tveir fulltrúar
finnsku berklavarnasamtakanna, sem dval-
ið höfðu að Reykjalundi um skeið. Þeir
færðu sambandinu að gjöf fagra myndabók
frá Finnlandi, sem tákn um vináttu og
bræðralag.
Á þinginu voru mættir 68 fulltrúar frá
8 sambandsdeildum, enginn frá ísafirði.
Forseti þingsins var kjörinn Jónas Þor-
bergsson útvarpsstjóri, 1. varaforseti Stein-
dór Steindórsson menntaskólakennari, 2.
varaforseti Pétur Ásgrímsson, Vífilsstöðum.
Skýrslur sambandsins fluttu Maríus
Helgason forseti sambandsins og Björn
Guðmundsson gjaldkeri þess. Skýrslu unr
Vöruhappdrættið flutti Þórður Benedikts-
son framkvæmdastjóri, skýrslu D.N.T.C. og
skýrslu Vinnuheimilsstjórnar flutti Árni
Einarsson framkvæmdastjóri að Reykja- *
lundi, skýrslu yfirlæknis flutti Oddur Ólafs-
son læknir, skýrslu Vinnustofa SÍBS að
Kristnesi flutti Gunnlaugur Stefánsson,
Akureyri. Skýrslur þessar eru langar og ýtar-
legar og því ekki rúm til að rekja efni þeirra
hér, auk þessara skýrslna voru fluttar skýrsl-
ur sambandsfélaga, sem margar báru vott
um aukið starf og vaxandi áhuga á málefn-
um samtakanna.
Á þinginu komu fram margar merkar til-
lögur, en hér er ekki rúm til að geta um
nema nokkrar þeirra.
Samþykkt var, „að næsta þing skuli háð
norðanlands, annaðhvort að Kristnesi eða
á Akureyri, verði það framkvæmanlegt með
tilliti til allra aðstæðna."
„að fela sambandsstjórn að einbeita
kröftum sambandsins að byggingu vinnu-
skála að Reykjalundi og hefjast lianda strax
og fjárfestingarleyfi fæst fyrir byggingu
skála fyrir vinnu karla.“
„að í samræmi við samþykkt síðasta
þings verði gróðurhús byggð svo fljótt sem
fjárhagur og aðrar ástæður leyfa.“
að heimila „sambandsstjórn að kaupa
eða taka á leigu nokkra sumarbústaði og
lána þá íjölskyldum berklasjúklinga til 6
vikna dvalar.“
að heimila „sambandsstjórn að lána
berklasjúklingum, sem eru að fara til starfa
í atvinnulífinu peninga til þess að afla sér
véla eða annarra möguleika til framfærslu
fjölskyldu sinnar." , ,
34
Reykjalundur