Reykjalundur - 01.06.1950, Page 18
ÁRNI ÚR EYJUM:
HOTEL NORD-----
Þetta var ljóta andskotans torfið. Haldi
einhver ,að það sé skemmtilegt að vera
vonarpeningur og mínusmaður í stærð-
fræði í fimmta bekk, ætti sá hinn sami að
leita nánari upplýsinga hjá mér. Ég rauk
upp í vonzku og henti stærðfræðinni — eft-
ir einhvern danskan mannhatara — undir
rúm. Þá skellti ég á grammófóninn aríunni
úr Svítu númer þrjú í d-dúr eftir Bacli
gamla — en ekkert dugði: mér leiddist. Ég
rauk framí stofu að flyglinum hennar Tótu
systur og lamdi úr honum ástarvelluna úr
Bláa englinum: Ich bin von Kopf bis Fuss
auf Liebe eingestellt---og sló yfir í marz-
urka eftir Chopin, en skellti honum svo aft-
ur, bálvondur. Jæja, einn lítinn af spavi-
wiskíinu hans pabba og brældi svo frá hon-
um eina Abdúlla 16 — þetta var fyrir tutt-
ugu árum — en hélt áfram að vera fúll.
Helvíti. Kannske ég labbi út.
Ég var fljótur að bretta kraganum uppí
háls, þegar ég kom út, þvíað það var ill-
yrmislega kalt, frost og snjór og norðan
blástur. Þrátt fyrir kuldan rölti ég niður að
höfn, þvíað einhvernveginn finnst mér æf-
inlega lífvænlegast þar í þessari blessaðri
borg. Þarna var Lyra að leggjast að bakk-
anum — hún var að koma frá Noregi.
Megi Guðsblessun ávallt vera með stað þess-
um og öllum íbúum hans, — öllum störf-
um sem hér eru unnin, öllu starfi samtaka
vorra hvar sem þau eru unnin, — með þjóð
vorri allri og fósturjörð. í guðs friði.
16
Nokkrir einkabílar renndu niður á bakk-
ann — og það brá fyrir frúm í loðkápum.
Karlarnir á eyrinni voru kuldalegir, með
gallana hneppta uppí háls og sixpensarana
teygða niðurfyrir eyru. Annars voru fáir á
bakkanum — og ég veit ekki eftir liverju ég
var að norpa þarna, enda var ég í þann veg-
inn að snúa heimleiðis, þegar ég kom auga
á mann, sem vakti athygli mína. Þetta var
hávaxinn, grannur piltur í snjáðum frakka,
með liatt á höfði og hélt á ferðatösku í ann-
arri hendi. Hann kom mér kunnuglega
fyrir sjónir, en einhvernveginn gat ég ekki-
kornið því fyrir mig, hver hann var. Ég tók
ekkert eftir, hvaðan hann kom, en sá hann
tvístíga stundarkorn við skipshliðina. Svo
keyrði hann hattinn niðurí augu og liélt
uppfrá skipinu. Um leið og hann fór fram-
hjá mér, virti ég hann betur fyrir mér, og
sá brátt, hvaðan ég þekkti hann. Þetta var
piltur utanaf landi og var í þriðja bekk.
Ég hafði oft séð hann í skólanum, en vissi
ekki, hvað hann hét. Ég hafði vissulega séð
hann í skólanum þennan dag og skildi því
ekkert í, hvað hann vildi með ferðatösku
niðurvið skip. Hélt ég í humátt á eftir hon-
um og dró hann brátt uppi.
— Sæll vertu, segi ég, hann er kaldur.
— Ha, — sæll, já, fjandi.
— Hefur þú verið að ferðast? spyr ég og
lít á töskuna, sem ég sé nú, að er snotur,
brún leðurtaska, öll útlímd í hótelmiðum
frá Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss og
ég veit ekki hvað.
— Ferðast, það er nú kannske fullmikið
Reykjalundur