Reykjalundur - 01.06.1950, Page 21

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 21
— En þið haldið ekki heilsu með þessu, — þetta er ekkert líf. — Jú, við höldum oft á okkur hita með því að stappa og berja okkur, en það er verst, að það má ekki stappa nema á viss- an liátt í þessu húsi. Húsráðandinn, sem er í einhverjum trúflokki og býr með syst- ur sinni kemur æfinlega, þegar við erum nýbyrjaðir og segir: — Reynið þið að stappa svolítið varlega, piltar. — En það er ekki hægt að halda á sér hita að gagni með því að stappa varlega í fimmtán stiga frosti — og þá er ekki ann- að að gera en fara í rúmið eða------hann benti á töskuna — skreppa á kvöldgöngu niður að höfn. Ég fer þá venjulega með bréfin okkar um leið ef svo stendur á ferð og kem þeim á einhvern, sem ætlar heim — sérðu, það kostar tuttugu aura undir stykk- ið. Kolaportið er í leiðinni og það er þar laus plata, sem alltaf gleymist að festa for- svaranlega. Kannske hefur það verið vegna minna eigin heimilisástæðna, hvað ég var seinn að skilja samhengið í þessu, en brátt rann uppfyrir mér ljós: Þessi grannvaxni, veiklu- legi piltur notaði fallegu töskuna sína til að stela----jæja> til að sækja í kol niðurað höfn-----„ofboðlítið af sól suðrænna landa, hlýjum vindum grösugra dala — dálítið af lífi og yl.“ — — — Ég hélt þú værir búinn að ferðast um alla Evrópu: Brussel, París, Sevilla, Lond- on-----og benti á þessa fínu tösku hans. — Ég. Hann hló. — Bekkjarbróðir minn, yngsti sonur Petersen Sc Almáttí h.f. fann hana uppá hanabjálka heima hjá sér og gaf mér hana utanum tvo árganga af familí- sjónal — sem ég er reyndar löngu búinn að brenna. Sjáðu, hvað hún er fín og mjúk og dásamleg og fóðruð með dökkfjólubláu, næstum svörtu silkirifsi. Hann hóstaði og strauk hendinni um mjúkt, brúnt leðrið. Hann hafði sérlega fagurskapaða, langa og gianna hönd. — Spilar þú kannske? spurði ég og leit af höndum hans á fiðluna. — Þetta er mín fiðla, sagði liann og benti á annað hljóðfterið — ég spila eftir eyranu, en félagi minn er í tónfræðitíma til sjö. Við spilum stundum saman en Jaað er vont að spila, jDegar maður er loppinn. — Viltu reykja? spyr ég og tek upp comm- anderpakka. — Þakka þér fyrir, sagði hann um leið og hann tók eina sígarettu og sleit hana í tvennt. Annan laelminginn lagði hann á borðið við dívan félaga síns en hélt hin- um um stund milli fingurgómanna og tyllti honum síðan varfærnislega milli var- anna. — Hversvegna gerir þú þetta? — Við skiptum alltaf til helminga, þeg- ar við eignumst sígarettu svona seint í mánuðinum; hann kemur bráðum úr tíma. — Jæja, segi ég, það er víst kominn mat- ur og bezt að fara að hypja sig heim, — og sýni á mér fararsnið. — Já, fyrirgefðu að ég dró þig hingað, en ekki að hafa orð á Jsessu. Ég þarf að semja ritgerð um brúnkolin fyrir landafræðitíma á morgun — og það held ég séu léleg kol, — en nú skal ég fylgja þér fram. Hann lagði aftur töskuna með öðrum fætinum um leið og hann stóð upp — og ég sá bregða fyrir miða, sem ég hafði ekki tek- ið eftir: HOTEL NORD - MILAN.----------- Maí — 1950. Karl nokkur kom í hús og sá þar stóra mynd af Beethoven uppi á vegg. Spyr hann hver sá sé og er honum sagt, liver maðurinn er. — Ja, það sé ég, að ekki er hann úr Landeyjunum, sagði karlinn og fussaði heldur fyrirlitlega um leið. Reykjalundur 19

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.