Reykjalundur - 01.06.1950, Page 9
Rœða M. H. forseta Sambandsins flutt 1.
febrúar 1950 á 5 ára afmœli Vinnuheimil-
isins og er aðalbygging staðarins var opnuð.
Reyk/rtlundur fímiti rtrrt.
Maríus Helgason
Góðir félagar og gestir.
í dag komum við hér saman til að gleðj-
ast, — heimilisfólk og lítill hluti af okkar
ágætu „baráttumönnum", — það er að segja:
örlítill hluti af öllum þeim fjölda, sem ávallt
hefur verið, er og mun verða í fremstu línu
til að tryggja samtökum okkar skjóta og
glæsta sigra fyrir þeim málefnum, sem við
berjumst fyrir. Að sjálfsögðu hefðum við
einskis óskað frekar, en að þeir allir hefðu
getað verið með okkur hér, nú á þessari
stundu, en ýmsar ytri aðstæður hafa ekki
leyft það, og svo eru aðrir, er nú heyja harða
baráttu við óvini mannkynsins — sjúkdóm-
ana —. Ég veit að allir skilja þær erfiðu að-
stæður, sem hér eru, — ekki sízt á þessum
tíma árs, — að taka á móti mörgum hundruð-
um manna. Þessvegna er hér aðeins heimil-
isfólkið og stjórnendur samtakanna hér úr
nágrenninu, sem til hefur náðzt. Vona ég,
að allir okkar ágætu félagar og aðrir sam-
starfsmenn, sem fjarstaddir eru, hafi tæki-
færi til að koma hér hið allra fyrsta, til að
sjá ávöxtinn af sínu fórnfúsa starfi á liðnum
árum, og munum við öll gera okkur far um,
að svo megi verða.
Ég sagði, að við værum hér samankomin
í dag til að gleðjast, og veit ég, að þá mæli
ég fyrir ykkur öll. Það er siður allra menn-
ingarþjóða að minnast afmæla, — foreldrar
minnast afmæla barna sinna, börnin for-
eldra sinna og vinir vina sinna. — Dagamun-
ur er gerður á margvíslegan hátt, og meira
er til hans vandað, þegar um svokölluð „sér-
stök“ afmæli er að ræða, þ. e. a. s. þegar þau
ber upp á heila eða hálfa tugi. Félög og fé-
lagssambönd hafa líka tekið upp þennan
sið, sent ég tel vera ágætan, það er tilbreyt-
ing frá hversdagsleikanum, og þá er glaðzt
yfir unnum sigrum, eða spyrnt við ef hallar
imdan fæti, sem sagt, það er ágætt tækifæri
til að efla samstarfið milli félagsmanna. Og
hér erum við nú samankomin í dag til að
efla samstarfið milli félagsmanna. Og hér
erum við nú samankomin í dag til að rninn-
ast eins slíks afmælis, — já, afmælis okkar
óskabarns, sem óþarft er að nefna, því ég
Revkjalundur
7