Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 23
Þingslitaræða
Jónasar Þorbergssonar jorsela 7. þings
Sambands islenzkra berklasjúklinga
20. ágúst 1950.
Heimspekingur einn og mannvinur,
Robert Ingersoll að nafni, sem uppi var í
Bandaríkjunum á næstliðinni öld, liefur á
einum stað í fyrirlestrum sínum mælt á
þessa leið:
If you want to give a dollar — and be it
perhaps your last dollar — tlien give it as if
it were a withered leaf and as you were the
owner of boundless forests.
Snúið á íslenzku mætti þetta hljóða
svona:
Ef þig langar til að gefa krónu — og sé
það máske síðasta krónan þín, þá gefðu
liana — og gefðu liana eins og væri hún
visið lauf, en þú værir eigandi óþrotlegra
skóga.
Þessi orð, þessi djúpsetti boðskapur
mannkærleikans og fórnfýsinnar hefur kom-
ið mér í hug nokkrum sinnum á lífsleiðinni,
er ég hef orðið vottur að ótvíræðu fórnar-
starfi. Og hvergi liefur mér virzt kenning
þessara orða koma fram ótvíræðlegar og á
efalausari hátt en í baráttu íslendinga við
berklaveikina. Mér koma sjúklingarnir fyrst
í hug. Um nálega hálfrar aldar skeið hafa
íslenzkir berklasjúklingar gefið ár sín,
blómaskeið ævi sinnar og allt of margir lít
sitt í sjúkrafangelsi, til þess að öðrum mætti
verða bjargað. Einangruð sjúkravist á
blómaskeiði ævinnar með óvissuna fram-
Jónas Þorbergsson lítvarpsstjóri
undan er mikil þroskaraun. Og ég hef
kynnzt mörgum berklasjúklingum, sem
hafa fært fórn sína með því háleita hugar-
fari, sem tjáð er í orðum Roberts Ingersoll:
Eins og líf þeirra væri aðeins visið lauf, en
þeir væru eigendur óþrotlegra skóga. Ég
veit ekki hversu margir af þeim, sem fallið
hafa í fremstu víglínunni, hafa getað til-
einkað sér með óbifanlegri vissu orð Jón-
asar Hallgrímssonar, sem hann mælir til
horfins vinar síns: „Krjúptu að fótum frið-
arbogans, fljúgðu á vængjum morgunroð-
ans. Meira að starfa guðs um geim.“ Ég
vildi geta gefið ykkur, sem mál mitt hevr-
ið og öllum berklasjúklingum mína vissu,
mína óbifanlegu vissu studda af reynslu,
sem ekki verður véfengd um það, að þetta
okkar jarðneska líf, þótt fagurt og háleitt
geti það verið, er aðeins stutt skeið í áfram-
haldandi lífi miklu fegurra og háleitara
fyrir alla þá, sem eru gæddir hugarfari og
hjartalagi fórnfýsinnar og mannkærleik-
ans, — að það er aðeins sem eitt lauf, en við
erum eigendur óþrotlegra skóga.
Reykjalundur
21