Reykjalundur - 01.06.1950, Page 62
Aukið sparnaðinn!
Sá, sem sparar verulegan hluta a£ tekjum sínum, vinnur
með því tvennt: í fyrsta lagi eykur hann framtíðar-
örvggi sitt sem einstaklings; í öðru lagi stuðlar hann að
öflun nýrra framleiðslutækja, en það er eitt meginskil-
yrði aukinnar framleiðslu og bættrar afkomu þjóð-
félagsins í heild.
Vextir af sparifé eru nú sem hér segir:
31/2% af fé í almennum sparisjóðsbókum,
4% af fé með 3ja mánaða uppsögn,
4j4% af fé, sem bundið er til eins árs í senn,
4j4% af fé, sem lagt er inn til ávöxtunar skv. 10 ára
áætlun séra Halldórs Jónssonar á Reynivöllum,
2% af fé í ávísunarbókum .
GEYMSLUHÓLF til leigu. Ársleiga 40 kr.
SPARIBAUKAR (18 kr.) og TÉKKHEFTISVESKI úr'skinni (20 kr.)
fyrirliggjandi.
NÆTURBOX. Kaupsýslumenn! Notfærið ykkur næturbox Lands-
bankans.
Landsbanki íslands.