Reykjalundur - 01.06.1950, Page 6

Reykjalundur - 01.06.1950, Page 6
Oiatur Geirsson dcildarlaknir ur í sömu átt, til dæmis bætt afkoma al- mennings, Vinnuheimilið að Reykjalundi, batnandi árangur af aðgerðum við lungna- berklum og ný berklalyf. — Um berkla- lyfin vil ég annars segja það, að eitt þeirra, Streptomycin hefur þegar sýnt sig að vera veigamikill liður í baráttunni við berklana, bætt líðan fjölmargra og auk- ið lífsmöguleika, þótt það hins vegar liafi ekki reynzt þess umkomið að lækna opna lungnaberkla, sérstaklega ef þeir eru garnl- ir. Á döfinni eru fleiri lyf, t. d. ekki færri en fimm skyld streptomycini, ennfremur paraminosalisylsýra (Pas) og TB 1-698. F.nn hefur ekki fengizt næg reynsla fyrir þess- um lyfjum, þó að sum gefi nokkrar vonir, en víst er um það, að ekkert þeina virðist standa streptomycininu á sporði enn sem komið er. En gott er að vita, að nú er unn- ið betur og skipulegar en nokkru sinni áð- ur að rannsóknum á þessu sviði. — Bvernig segist pér hugur um framtið- ina i sambandi við berklaveikina, og telur pú von til pess að takast megi að útrýma henni á fyrirsjáanlegum tima? —I>að verður ekki annað séð en að vænta megi áframhaldandi bata í þessum efnum. Sérstaklega trúi ég því, að svo megi verða, ef bólusetning gegn berklaveiki (calmette) reynist eins \el og margir ætla — enda sé hún hagnýtt til hlítar. Það er ekki liægt að útrýma smitandi veiki nema með öruggu læknislyíi eða öruggum sóttvörnum. Sóttvarnirnar eru tvennskonar, bólusetning og einangrun. Ekki er hægt að útrýma berklaveikinni með einangrun, a. m. k. ekki rneðan hún er eins almenn og nú er. Sá ljóður er líka á, að því færri sem smitast því fleiri verða næmir fyrir smitun. H\ært einstakt berklatilfelli smitar því og sýkir meir út frá sér en áður. Slíkar hóp- smitanir og hópsýkingar t. d. í skólum og víðar geta orðið alvarlegt áfall. Bólusetning til varnar berklaveikinni er á líku stigi og berklalækningarnar, þ. e. gerir mikið gagn en er ekki einhlít. Þó að bólusettir einstaklingar geti sýkst, þá er vörn að bólusetningunni, nægileg til að koma í \ eg fyrir hópsýkingar og auk þess er veikin í byrjun vægari í þeim, sem eru bólusettir. Eg álít, að með núverandi tækni lijálp- arstöðva, sjúkrahúsa og hæla ásamt al- mennri eða a. m. k. mjög víðtækri bólusetn- ingu gegn berklum, megi draga svo úr berklaveikinni í náinni framtíð, að 'stappi nærri útrýmingu. Ég hef nú svarað spurningu þinni um, hvort ég telji líklegt, að hægt sé að útrýma berklaveikinni hér, en mér þætti vænt um, að þú legðir þessa spurningu fyrir sem flesta þá, er um þessi mál hugsa og fjalla, pvi að útrýming berklaveikinnar er markið, sem við verðum að stefna að. 2. Félagslíf sjúklinga á Vífilsstöðum ( í tilefni af 40 ára afmæli Vífilsstaðahæl- is, hefur blaðið rabbað við nokkra forystu- menn félagsstarfsemi á hælinu og fengið hjá þeim eftirfarandi upplýsingar). 4 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.