Reykjalundur - 01.06.1950, Qupperneq 30
og Reykjavíkur. Skipstjóri var Pétur
Björnsson, sem nú er með „Goðafoss“. Báð-
um við hann um far til Eyja og kvað hann
það velkomið. En hann gat þess, að við
mættum búazt við að vera lengi á leiðinni,
þar sem taka ætti fisk á öllum höfnum til
Stöðvarfjarðar. Við vorum þó ekki að setja
slíka smámuni fyrir okkur, því að þá hafði
maður gaman af smá ævintýrum. Var nú
hafist handa um útvegun nestis og sængur-
föt höfðum við með okkur. Þegar um borð
kom, vorum við látnir fara í framlest, svo
að nóg var plássið. Lagt var af stað frá
Seyðisfirði á laugardagskvöldi, farið til
Norðfjarðar og lagst þar úti á legu. Átti að
byrja að skipa út fiskinum að morgni, þó
að sunnudagur væri, en þá átti skipið að
leggjast að bryggju.
Morguninn eftir var kominn bylur og
norð-austan stormur, svo að það' gat dregizt
nokkra daga að við kæmumst þaðan. Þenn-
an dag voru allir, sem á skipinu voru kall-
aðir inn í stofu, sem var undir brúnni og
var þar lesinn húslestur. Las skipstjóri sjálf-
ur lesturinn en allir sungu bæði á undan
og eftir.
Næsta dag var komið það gott veður, að
hægt var að skipa út fiskinum, og var farið
þaðan um kvöldið. Gekk þetta svona næstu
daga, að við fórum fjörð af firði og tókum
fisk. Á fimmtudagsmorguninn var svo lagt
af stað til Vestmannaeyja, þar sem taka átti
mikið af fiski, og þangað var för okkar
heitið. Þegar við vorum komnir af stað,
komu skilaboð um það frá skipstjóra, hvort
ekki væru einhverjir í lestinni það miklir
smiðir, að þeir treystu sér til að „ganera“
lestina.Við vorum svo sem til í það. Gáf-
um okkur fram fjórir, þó að enginn okkar
hefði séð það gjört áður, en okkur var sagt,
að timburmaðurinn myndi segja okkur til
verka. Timbrið og striginn var hvort-
tveggja við hendina í lestinni. Fengum við
þau boð frá skipstjóra, að við ættum að fá
miðdegismat frá skipinu, meðan á vinn-
unni stæði. Þótti okkur það bezt af öllu,
því við vorurn orðnir nestislitlir, enda ekki
lystugt að borða kaldan mat dag eftir dag.
Var svo byrjað að klæða innan lestina með
borðvið og striga og gekk það ágætlega.
Skipstjórinn var sjálfur að koma niður og
tala við okkur og hæla verkinu. Á leiðinni
til Eyja fengum við allar máltíðir og kaffi
fi'á skipinu. Veður var gott í bugtunum og
komum við til Eyja eftir viku ferð. „Borg“
var svo við Eyjar í liálfan mánuð eftir að
við komum, og allan þann tíma var hún
að berjast við að ná fiskinum. Við unnum
fyrir farinu í þessari ferð og áttum afgangs
25 aura.
Vorum við í Eyjum á vertíðinni eins og
til stóð, en það er önnur saga.
Vorum við lausir upp úr mánaðamótun-
um apríl—maí, en engin ferð heim fvrr en
20. maí og alls ekki víst, að hún yrði á rétt-
um tíma. Þótti okkur slæmt að komast
ekki heini til að undirbúa sumarvertíðina
lieima, sem byrjaði vanalega frá 20.—31.
maí. Einn daginn vill þá svo til, að það
kemur bátur til Eyja, af Mjóafirði. Hafði
liann verið gerður út frá Sandgerði og liét
„Alpa“, norskbyggður 10 smálesta bátur.
Fórum við til fundar við formanninn, Da-
víð Sigurðsson, son bátseigandans, Sigurð-
ar frá Höfðabrekku í Mjóafirði, en við
þekktum Davíð lítillega. Hann var þá með
fullan lúkarinn af fólki, landmenn og ráðs
konu, sem hjá lionum voru um veturinn.
Þetta var því ekki efnilegt og neitaði hann
okkur um far. En bæði vegna þess að veð-
ur var mjög gott og við sóttum málið fast,
fengum við að fljóta með, með þeim skil-
yrðum, að við yrðum að vera á dekki og að
við færum á eigin ábyrgð. Gerðum við okk-
ur ánægðá með það og þóttumst góðir. Sá
sem með mér var hét Runólfur Sigfússon
og bjó hann lengi í Vestmannaeyjum síð-
ar og var þar kunnur formaður.
28
Reykjalundur