Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 27

Reykjalundur - 01.06.1950, Blaðsíða 27
liæli fyrir 150 manns, þar sem þeir geta sér að kostnaðarlausu lært léttari störf. Hjálp hins opinbera til handa þeim, senr ekki gengdu herþjónustu, er hins vegar mun minni. Meðan þeir eru óvinnufærir, fá þeir að vísu uppbætur, sem geta í mesta lagi numið 28—30.000 finnskum mörkum árlega. (Meðalkaup ófaglærðs verkamanns mun vera um 18.000—20.000 mörk á mán- uði). Finnskir berklasjúklingar hafa samband sín á milli, er samsvarar S.Í.B.S. það er Tuberkulosförbundet (Tuberkuloosiliitto.) stofnað 1941. Það skiptist í 42 deildir um land allt, og sem stendur er félagatala þess rúmar 24.000. Vegna efnahagserfiðleikanna í landinu er samband okkar enn mjög illa fjáð þrátt fyrir allt, sem reynt hefur verið til að efla hag þess. Rætt hefur verið um að koma upp hressingarhæli, en ekki liefur náðst full- nægjandi árangur í því máli enn sem kom- ið er. Berklavarnarsambandið annast út- breiðslustarf meðal almennings til að berj- ast gegn berklum og hefur unnið að því að fá almenna hjálp frá ríkisins hálfu. Hefur því í rauninni verið um að ræða almennt sjúkrasamlagskerfi. Þess verður að vænta, að þessum málum lykti sem bezt fyrir alla aðila, og verður þá auðveldara en áður að beita sér gegn erkifjanda finnsku þjóðar- innar, berklaveikinni. Reino Kock. Kunnur kaupmaður og útgerðannaður leigði her- bergi með öðrum manni á yngri árum, þegar hann var nýtrúlofaður. Hafði hann mynd af konuefninu á náttborðinu sínu. Herbergisfélagi hans tók eftir þvi, að hann snéri alltaf myndinni við, þegar hann háttaði á kvöldin. Spyr maðurinn, hvað þetta eiga að þýða og fékk hann eftirfarandi svar: — Hvað er þetta, maður, heldurðu að maður hafi ekki Finfölelse gagnvart sinni kærustu? Gísli Jónsson, alþingismaður kjörinn heiðursfélagi S.ÍB.S. Á síðast liðnu ári var hr. Gísli Jónsson alþm. kjörinn heiðursfélagi S.Í.B.S. Þessa viðurkenningu hlaut alþingismað- urinn í tilefni af því, að hann var flutn- ingsmaður að frumvarpi til laga um Vöru- happdrætti S.Í.B.S., leiddi það gegnum þingið með skörungsskap og fékk það sam- þykkt sem lög frá Alþingi 16. marz 1949. Gísli Jónsson er meðal hinna áhrifarík- ustu stuðningsmanna S.Í.B.S. og er jafnan reiðubúinn að leggja því lið með ráðum og dáð. Stendur sambandið í eigi lítilli þakk- arskuld við hann, fyrir forgöngu hans um setningu áðurnefndra laga og marg\'íslega aðstoð og hollráð, sem hann hefur veitt samtökum berklasjúklinga. S.Í.B.S. býður Gísla Jónsson velkominn í samfélag sitt og hefur fullan hug á því að gjöra honum vistina ánægjulega. Þ. B. Reykjalundur 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.