Morgunblaðið - 13.03.2015, Side 15
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2015
Björn Már Ólafsson
Skúli Halldórsson
„Þessi framganga sýnir veikleika
ríkisstjórnarinnar í málinu og ótta
hennar við viðbrögð þings jafnt sem
þjóðar,“ sagði Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar, í sam-
tali við mbl.is um þá ákvörðun rík-
isstjórnarinnar að taka ekki upp að-
ildarviðræður við ESB. Hann segir
að stjórnarandstaðan muni hafa
samband við forystu ESB til að upp-
lýsa um aðdraganda ákvörðunarinn-
ar.
„Við munum auðvitað þurfa að
upplýsa Evrópusambandið um að
ríkisstjórnin hafi, með þessari yf-
irlýsingu í dag, gert tilraun til að af-
vegaleiða Evrópusambandið og
halda fram röngum staðreyndum,
þar sem umboð Alþingis til ríkis-
stjórnar, til að sækja um aðild að
sambandinu, hefur aldrei verið aft-
urkallað með lýðræðislegum hætti,“
sagði Árni Páll.
Skortir lýðræðislegt umboð
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, sagði að
ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefði
komið sér í opna skjöldu. Hann telur
hana ekki hafa umboð til að slíta að-
ildarviðræðum. „Ég tel að hún hafi
ekki stjórnskipunarlegt umboð til
þess og heldur ekki lýðræðislegt. Ef
þeir vilja slíta þá skulu þeir hafa
hugrekki til að leggja þá spurningu
fyrir þjóðina.“
Hann segir að tíðindin hafi komið
sér í opna skjöldu. „Ég bjóst ekki
við því að ríkisstjórnin væri svona
óskammfeilin. Og að tala um það að
þetta sé eitthvað „sem allir sjái …“
Það voru þúsundir sem mótmæltu á
Austurvelli þeirri fyrirætlan ríkis-
stjórnarinnar að slíta viðræðunum.
Það voru gerðar kannanir sem
sýndu að yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar vill ekki slíta viðræðun-
um,“ rifjar Guðmundur upp.
„Er allt í einu orðið eitthvað „aug-
ljóst“ að viðræðunum skuli slitið?
Og að það sé bara gert með ein-
hverju bréfi undir lokun á vinnudegi
í nefndaviku þegar þingið er ekki
einu sinni í þingsal. Hluti af manni á
nú bara erfitt með að taka þetta al-
varlega. En ef menn halda að stjórn-
mál og ákvarðanataka í samfélaginu
geti farið svona fram og gengið
svona fyrir sig þá er það grafalvar-
legt mál. Að gera þetta í nefndaviku
þegar þingið er ekki að störfum og
getur ekki rætt þetta, það þykir mér
ekki lýsa miklu hugrekki.“
Stjórnskipunarleg hefð brotin
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, efast einnig um
stjórnskipunarlegt umboð ríkis-
stjórnarinnar til þess að slíta við-
ræðunum. „Mér sýnist þarna rík-
isstjórnin vera að brjóta ákveðna
stjórnskipunarlega hefð, sem er að
þegar Alþingi hefur samþykkt ein-
hverja stefnumótun í utanríkismál-
um, þá verður að leita til Alþingis til
þess að breyta þeirri stefnu.“
Katrín telur þessa ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar skjóta skökku við mið-
að við fyrri yfirlýsingar. „Það kom
fram í máli ríkisstjórnarinnar fyrir
ári að hún ætlaði að leggja þetta fyr-
ir þingið. Mér sýnist eitthvað hafa
orðið til þess að þeir leggi ekki í að
fara aftur með málið inn í þing og
vera minntir á sín eigin orð um þjóð-
aratkvæðagreiðslu í þessu máli.“
„Aðför að lýðræðinu“
„Þetta er einhver mesta aðför að
lýðræðinu sem átt hefur sér stað
síðan við fengum okkar fullveldi,“
segir Birgitta Jónsdóttir, formaður
Pírata, um þá ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að taka ekki upp aðildarvið-
ræður við ESB.
„Það er vafaatriði sem þarf að
skera úr sem fyrst og ég geri ráð
fyrir því að það verði gert á fundi
þingflokksformanna á morgun,
hvort ríkisstjórnin hafi eitthvert
umboð til að laumast út úr landi með
þetta bréf. Um er að ræða þings-
ályktun sem var samþykkt á Alþingi
og er ekki hægt að sniðganga nema
með því að Alþingi samþykki að hún
sé ekki lengur í gildi,“ segir Birg-
itta.
Þá segir hún engan úr röðum
ríkisstjórnarinnar hafa haft sam-
band við stjórnarandstöðuna .„Mér
finnst þetta mjög alvarleg aðför að
lýðræðinu og þingræðinu. Þá finnst
mér mjög skrýtið að Sjálfstæðis-
flokkurinn láti draga sig út í þetta.“
Ólýðræðisleg
vinnubrögð
Stjórnarandstaðan ósátt við að við-
ræðum sé slitið án samráðs við Alþingi
Árni Páll
Árnason
Katrín
Jakobsdóttir
Guðmundur
Steingrímsson
Morgunblaðið/Golli
Mótmæli Hópur fólks lagði leið sína á Austurvöll í gærkvöldi til að mót-
mæla því hvernig staðið var að slitum aðildarviðræðnanna við ESB.
Birgitta
Jónsdóttir