Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 5

Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 5
sem fundizt hafa í kumlum þeirra, hefur sannazt, að berklaveiki hefur þá verið hér á landi. Ekki mun þó sjúkdómurinn hafa náð neinni verulegri útbreiðslu lengi fram eftir öldum, og hefur strjál- býlið og einangrunin efalaust átt sinn stóra þátt í því. Á síðasta tugi 19. aldar óx sjúkdómi þess- um svo ásmegin, að Hkja mátti við landfarsótt. Flutningar úr sveitum landsins til sjávarþorpanna fóru ört vaxandi á þessum árum. Samgöngur ukust og um leið samneyti fólks. Er talið, að þetta hafi átt drjúgan þátt í útbreiðslu veikinn- ar. Ennþá bjó þjóðin að mestu levti í moldar- hreysum. Hver fjölskylda hafðist við í þröngum, loftillum og dimmum baðstofum, bæði nætur cg daga. Var þetta að sjálfsögðu hin ákjósanlegasta gróðrarstía fyrir berklaveikina, enda féllu heilar fjölskyldur fyrir sverði hennar, þar sem hún náði inngöngu. Þrátt fyrir þennan voðalega vágest, er þó ekki svo að sjá, að landsyfirvöldin hafi látið sig miklu skipta þann mikla usla, sem hann olji í þjóð- félaginu. Það er fyrst árið 1910, að heilsuhælið á Vífilsstöðum tekur til starfa fyrir forgöngu Heilsuhælisfélagsins. En þá hljóp ríkið undir bagga og tók síðan við starfrækslu hælisins árið 1916. Árið 1927 tekur svo heilsuhælið í Kristnesi til starfa fyrir forgöngu Heilsuhælisfélags Norður- lands. A þessu tímabili höfðu þó starfað tvö minni hæli í Kópavogi og á Reykjum í Olvusi. Að öllum þessum hælum höfðu fengizt valinkunn- ir, sérfróðir læknar, og var unnið að bættri heilsu sjúklinga með öllum þeim ráðum, sem þá voru kunn. Læknavísindin voru þá skammt á veg komin í baráttunni við berklaveikina. Lyf þekktust engin, sem að gagni komu, og aðgerðir voru þá lítt um hönd hafðar og auk þess áhættusamar. Það var því við ramman reip að draga. Þótt margir fengju bata, þá voru það eigi fáir, sem fluttu burt frá heilsuhælunum í hinzta legurúminu sínu, heim til syrgjandi ástvina og þaðan áfram til moldar. Hinir héldu á ný út til lífsins. En lífið var oft hart og hrjóstrugt - tók klakahöndum á viðkvæmri heilsu og ýfði upp gömul sár, og þá lá leiðin tíðum á heljarslóðir í annað sinn. - o — 1968 v? r a > t jtt ' Ég sný nú máli mínu í annan farveg. Mild vornóttin breiðir blæju sína yfir Iandið og lirær- ir við lejmdardómum lofts og jarðar, svo aljt verðiir ljóst. Ég er stadcjur á helgum stað. Ég reika um grasi gróna troðninga horfinna kyn- slóða. Þögnin er djúp. Þó skynja ég skóhljóð þúsundanna, því -að .þér hefur þjóðin niælzt á hinum stærstu stundum allra alda síðan er þetta land byggðist. Stallar hinna tröllslegu hamraveggja gjárinnar búa yfir bergmáli þúsund atburða liðinna iíma, sem gerzt hafa hér á þessum stað, - minningum geigvænlegra harmleikja, refsidóms og dauða. - Einnig yfir minningum mikilla sigra, ógleyman- legra hamingjuslunda, sem ekki einungi? eru letraðar ,í hjörtu þjóðarinnar, heldur og einnig á sögunnar spjöld og munu ekki að eilífu gleym- ast, þótt kynslóðir hverfi og aðrar nýjar fæðist. Sökum þessara töfra, samruna bergs og sögu, er hugur minn hér á reiki þessa björtu sumarnótt. Það er því trú mín, að einmitt hér muni mér auðnast að skynja raddir þeirra, sem leggja kunna mér til brot í þá stuttu sögu, sem ég hafði hugsað mér að festa á blöð, þótt sú saga hafi ekki raunverulega gerzt hér. Ég er hér einn — sé engan mann — enda er þess naumast að vænta., En skyndilega verður mér litið upp. Frammi fyrir mér stendur ungur maður, ýturvaxinn og bjartur yfirlitum. Ég virði hann fyrir mér drykklanga stund, Viljafestan markaði hvern andlitsdrátt hans, og sigurgleðin blikaði í djúpi augna hans. Ég þekkti þennan mann ekki, vissi hyprki nafn hans né uppruna. í honum sá ég marga menp. Ýmsum þeirra hafði ég kynnzt, hftfði rætt við þá, unnið með þeim og dvalið með sumum.þeirra langa tíma. Sumir voru látnir. En þessi maður var enginn af þeim - eða var hann þeir allir? ft Framhald á bls. 50 REYKJALUNDUR 3

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.