Reykjalundur - 01.06.1968, Side 10

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 10
Annóll S.I.B.S 1961 -1968 Ágrip af sögu S. í. B. S. var skráð af Gísla Guðmundssyni alþm., á 10 ára afmæli þess 1948. Sú ritgerð birtist í 2. árgangi þessa rits. Þá birt- ist framhald sögunnar, í annálsformi, í 7. árg. sama rits og náði hann yfir næsta 5 ára tímabil. Enn kom út annáll áranna 1953-58 í 12. árgang- inum 1958. Síðan birtist framhald í 15. árgang- inum, sem lauk á miðju ári 1961. Hér á efdr birtist svo annáll síðustu ára. Mikið vantar á að fróðleiksmolar þessir séu ýtarlegt safn til sögu S. í. B. S., svo margt sem vantalið er og vel ætti heima í þætti þessum, en honum er ekki ætlað svo mikið hlutverk. En geti ágrip þetta greitt fyrir starfi ritara, sem síðar meir mun skrásetja sögu, ekki ómerka, um braut- ryðjandastarf S. í. B. S. á 20. öld, þá er vel. Þórður Benediktsson hefur skráð annála þessa. 1961. Valgerður Helgadóttir, fyrrv. yfirhjúkrunar- kona í Reykjalundi, kjörin heiðursfélagi S. í. B. S. - o - Sambandsstjórnin samþykkir fjárhagsáætlun ársins. Tekjur til ráðstöfunar kr. 4.715.000,00. - Þar af áætlað lánsfé úr Erfðafjársjóði kr. 1.500.000,00 - o - Æskulýðsráði Reykjavíkur veitt starfsaðstaða á 5. hæð skrifstofuhúss sambandsins í Reykjavík. 8 Hafin bygging fullkominnar physiotherapeu- tiskrar deildar (orkulækningadeildar) í kjallara aðalbyggingar Reykj alundar. Þar var áður járn- smíðaverkstæði til húsa. - o - Apríl: Oddur Ólafsson, yfirlæknir, sat fund I. A. S. (Alþjóðasamband brjóstholssjúklinga), sem haldinn var í Köln, V.-Þýzkalandi. Samband þetta var stofnsett í Vín 1960 af fulltrúum frá 11 þjóðum. Oddur er varaforseti þessa sambands. — o - Stofnað til samvinnu með Berklavörn ísafjarð- ar og félagsins Sjálfsbjargar s. st. um stofnun vinnustofu öryrkja. Keypt var húseignin Mjallar- gata 5, ísafirði, til afnota fyrir stofnunina. Kaupverð hússins var kr. 560.000,00. Fyrirtæk- ið hlaut nafnið Vinnuver. - o - Maí: Stjórnarfundur D. N. T. C., (Berklavarn- arsambands Norðurlanda), var haldinn í Hels- inki. Mættir fulltrúar frá Norðurlöndum öllum. Fulltrúar S. í. B. S. voru: Oddur Ólafsson og Kjartan Guðnason. — o - Sambandsstjórnin ákveður að greiða sam- bandsdeildunum framvegis 33%% af andvirði þeirra blaða og merkja Berklavarnadagsins, sem REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.