Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 11
þær annast sölu á. Þetta gjört til að efla félags-
starfsemi þeirra. Ekki þáðu allar deildirnar fríð-
indi þessi.
- o -
Á Berklavarnadaginn voru seld alls 28.902
merki og 9.310 eintök af tímaritinu. Bjarni
Benediktsson, forsætisráðherra, ritaði forystu-
grein tímaritsins.
- o -
Unnið var að því að reisa 3. hæð verksmiðju-
hússins í Múlalundi. (Ármúla 16, Reykjavík).
- o -
Okt. 8.: Látinn Björn Bjarnason, málarameist-
ari, Hafnarfirði. Stóð lengi framarlega í for-
ystusveit Berklavarnar í Hafnarfirði og lengi for-
maður deildarinnar.
- o -
Að Reykjalundi komu á árinu 96 vistmenn en
95 fóru. í árslok voru vistmenn 91 að tölu. Dr.
Jakob Jónasson, geðsjúkdómalæknir, tekur að
sér að veita hjálp og hafa viðtalstíma nokkrar
stundir á viku hverri í Reykjalundi. Þá var til
bráðabirgða ráðinn til starfa Jón Ásgeirsson,
sjúkraþjálfari.
- o —
Hafin framleiðsla á gegnsæjum plastþynnum
(polyfilm) í Reykjalundi. Notaðar í stað bréf-
poka undir varning í sölubúðum. Nýleg fram-
leiðsla á heimsmarkaði.
- o —
Niðurstöðutölur í reikningum S. í. B. S.:
Efnahagsreikningur kr. 54.469.749,00. Rekstrar-
reikningur kr. 3.035.067,00.
1962.
Stórfelldar breytingar gerðar á rekstrartilhög-
un Vöruhappdrættisins. Fjármálaráðherra gaf
heimild til að hækka verð miðans úr 30,00 kr.
í 40,00 kr. eftir að verðið hafði haldizt óbreytt
í tvö ár. Einnig fékkst leyfi til að fjölga 500 þús.
kr. vinningunum úr tveimur í tólf á ári, þannig
að hálfrar milljón króna vinningur var á boðstól-
um mánaðarlega. Við þetta hækkaði heildarfjár-
hæð vinninga úr kr. 14.040.000,00 í kr. 18.720.-
000,00.
- o -
Fjárhagsáætlun S. í. B. S. gerð. Niðurstöðu-
tölur sj óðsyfirlits kr. 6.567.500,00. Heildartekjur
kr. 4.310.000,00. Nettótekjur kr. 3.317.500,00.
Múlalundi og Reykjalundi ætlað framlag kr.
2.880.000,00.
- o -
Maí: Stofnuð ný deild á Húsavík. Stofnend-
ur 20 manns. Egill skáld Jónasson kjörinn for-
maður. Oddur Ólafsson og Þórður Benediktsson
voru gestir fundarins. í sömu ferð norður heim-
sóttu Oddur og Þórður deildirnar á Akureyri,
Kristnesi og Siglufirði. Sömuleiðis heimsóttu
þeir umboðsmenn S. í. B. S. í Ólafsfirði, Dal-
vík og Hrísey.
- o -
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, tekur á
leigu hálfa fyrstu hæð í húsi S. í. B. S. að
Bræðraborgarstíg 9.
- o -
Sambandsstjómin velur sér starfsmenn innan
stjórnarinnar: Oddur Ólafsson, varaformaður,
Kjartan Guðnason, ritari, Júlíus Baldvinsson,
gj aldkeri.
- o -
Haukur Þórðarson, læknir, sérfræðingur í phy-
siotherapati, ráðinn til starfa í Reykjalundi sem
yfirlæknir endurhæfingarstofnunarinnar, sem ver-
ið er að koma upp þar á staðnum.
- o -
Sept.: Oddur Ólafsson og Þórður Benediktsson
heimsækja umboðsmenn á Vestfjörðum og voru
gestir á fjölmennum útbreiðslufundi deildarinn-
ar á ísafirði.
Framhald á bls. 38
REYKJALUNDUR
9