Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 14

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 14
Sviðsmynd herra var að því leyti líkur mörgum íslendingum að hann svaraði engu okkar sendibréfum, en þau urðu æði mörg áður en lauk. Leið svo af veturinn að ekkert fréttum við af Rhodin og síðan tók að líða á sumarið næsta við sama fréttaleysi. Nú var í almæli og þótti tíðindum sæta að vænta mætti komu Cirkus Zoo til bæjarins þá um sumarið og eftirvænting mikil meðal almenn- ings. Eigi vildum við valda fólki vonbrigða eða ómerkingar heita í þessu máli og var því úr vöndu að ráða. Kallaður var saman fundur sambarids- stjórnar og þar ákveðið að senda okkur Árna Einarsson, framkvæmdastj óra í Reykjalundi, utan að finna Rhodin hvar sem hann væri niðurkominn og færa hann og allt hans fjölleikahús til Reykja- víkur hvort sem honum væri ljúft eða leitt. Svo vorum við til ferðar búnir að fátæklegan áttum við farareyri, enda lá erlendur gjaldeyrir ekki á lausu í þann tíma og þá var ekki til neinna þæginda að hvorugur okkar átti armbandsúr. Hins vegar átti ég gamalt vasaúr, sem gat gengið, en hafði þann ókost herfilegan að vísum þess varð ekki haggað, hvorki fram eða aftur nema lil kæmi aðstoð fagmanns, auk þess seinkaði það sér. Vísar þess voru því í engu samræmi við sólar- hæð. Þurf^i því að reikna út hvað tíma liði. Þá var nú ekki ónýtt að hafa til taks innbyggða reikningsvél míns ágæta svarbróður til að gefa upp meðaltíma þeirra staða, er við gistum hverj u sinni. Eitt sinn brast þó reikningslistin og það kostaði okkur að þreyta þolhlaup langt um þrek fram, til að bjarga mætti nákvæmri tímaáætlun, sem eigi mátti haggast, Þá sáu Oslobúar tvo vanheila framkvæmdastj óra utan af íslandi hlaupa sig sprengmóða um götur og torg. Þeir vissu bara ekki að þetta voru framkvæmdastj órar á ferð til að gera stórviðskipti erlendis en höfðu ekki efni á að eiga tímasigurverk sem kynni að vinna í sam- ræmi við gang sólar. Ég vissi það þá og hef löng- um vitað að félagi okkar hlyti að vegna vel í fram- tíðinni. Framkvæmdastjórar þess höfðu eigi efni á að ganga með nýtilegan tímamæli. Þarfir allar og þrifnaður félagsins hlaut ávallt að vera þyngri á metaskálum en einkahagsmunir starfsmanna. 1. dagur ferðar 25. september. Komum að kvöldi dags til Oslóar. Enga gist- ingu að fá í þeirri borg. Með góðra manna aðstoð fengum við þó inrii í fjallahóteli eigi allnærri borginni. Bagalegur aukákostnaður. Sá fyrsti en ekki sá síðasti á ferð okkar. Fyrsta járnbrautar- lest til Svíþjóðar skyldi renna kl. 930 árdegis. Á henni skyldi ferðum fram haldið. 2. dagur. 26. september. Fórum snemma á fætur til vonar og vara. Þótt- umst þó hafa nægan tíma, en það var þá, sem 12 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.