Reykjalundur - 01.06.1968, Side 21
Jónas Þorgergsson
Berklaveiki vó hart að hcnum þegar á æsku-
skeiði, rændi hann ljúfri móður, þá er hann
var aðeins átta ára að aldri. Skömmu síðar fóstru
hans og verndara og enn síðar elskaðri eiginkonu
eftir stutt en farsælt samlíf. Og fleiri voru höggin,
sem honum vcru greidd. Höggin stóð hann af
sér, þótt hann riðaði við cg kjörorð hans í þann
tíma var: Eigi skal gráta, heldur safna liði. Um
þær mundir var Jónas ritstjóri vikublaðsins Dags
á Akureyri og stóð í ströngu. Þá var pólitíkin
með harðasta móti, raunar illvíg, og átti hann
andstæðingá hatramma við að etja.
Þá var það, að Jónas lagði frá sér vopnin
og gekk á fund andstæðinga sinna og mæltist til
vinskapar og bandalags við þá í baráttunni gegn
berklaveikinni, sem þá fór hamförum um alla
landsbyggðina. Máli Jónasar var tekið svo sem
það var flutt og heilar sættir tókust.
í stað pólitískra og jafnvel persónulegra ill-
deilna, var rými blaðsins nú varið til svo ástríðu-
þrungins cg magnaðs áróðurs fyrir byggingu
berklasjúklingahælis að Kristnesi, að allt varð
undan að láta og hælið var reist á undraskömm-
um tíma, þrátt fyrir úrtölur margra og ógnar-
legan fjárskcrt.
Jónas hóf verkið með því að beita, fyrstur
manna, reku að greftri grunnsins árið 1926. Ári
síðar var verkinu lokið og hælið risið. Sókn
berklaveikinnar norðan jökla var þar með stöðv-
uð og síðan vörn snúið í sókn með árangri,
sem alþjóð er kunnur.
Margir lögðu sterka og gjörfa hönd að þessu
heillaríka slarfi, en víst er um það. að eitthvað
hefði framkvæmd dregizt, ef Jónasar hefði ekki
þá natið við.
Fljótt eftir stofnun S.I.B.S. bauð Jónas því lið
sitt og var að því hinn mesti styrkur, enda var
maðurinn þá meðal víðkunnustu og áhrifamestu
þegna þjóðfélagsins. Hann hafði skipulagt starf-
semi Ríkisútvarpsins af mikilli framsýni og veitti
því fcrstöðu með ágætum.
Jónas elskaði Samband ísl. berklasjúklinga
sem hefði það verið hans eigið afkvæmi, fagnaði
gengi þess og lagði því allt það lið, sem hann
gat. Fcrseti var hann á 10 þingum þess, eða alla
þá tíð, er hann mátti því við koma, og öllum
þeim þingum sleit hann með ræðunum, sem áð-
ur er gelið. Ræðunum, sem aldrei gleymast. Ræð-
unum, sem hann samdi í eldmóði fegurstu hug-
sjóna og lagði þeim til það göfugasta, er hann
átti.
Eiginkonu Jónasar, frú Sigurlaugu M. Jónas-
dóttur og allri fjölskyldu þeirra, sendir S.J.B.S.
samúðarkveðjur. Hugheilar eru kveðjur þær. því
að einnig það ber þunga tregans.
Þórður Benecliktsson
REYKJALUNDUR
19