Reykjalundur - 01.06.1968, Side 30

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 30
Barnaþáttur Reykjalundar Búálfarnir „Vitið þið hvað ég ætla að segja ykkur?“ sagði álfamamma og kom á harðahlaupum inn í hlöð- una þar sem álfapabbi sat og sagði álfabörnun- um ævintýri. „Já, auðvitað viðbrenndan velling eins og þú ert vön“, svaraði álfapabbi, „úbú, hvað lyktin af honum er vond“, bætti hann við. „0, það gerir ekkert til, hann endist þá leng- ur“, sagði álfamamma hlæjandi. „En ég er búin að skcða nýju hlöðuna bóndans. Sú er nú stór cg fín. Ég hef hugsað mér að við flytjum í hana fyrir jólin. En álfapabbi og álfabörnin vildu alls ekki flytja. Þeim fannst þau hafa það svo ágætt í gömlu hlöðunni, þó hún væri kannski helzt til þröng. „Ef þú vilt endilega flytja“, sagði álfapabbi, „flyttu þá pottinn af eldinum áður en grautur- inn er allur orðinn fastur við pottinn“. Það var satt, álfamamma var ekki sérlega lag- in við að elda graut, en hún var dugleg að prjóna. A hverjum einasta degi prjónaði hún einn sokk, enda var það bráðnauðsynlegt því álfabörnin voru svo mörg. Hve mörg börnin voru vissi álfamamma ekki upp á hár, hún kunni nefnilega ekki að telja nema upp að tíu. Álfapabbi sagði stundum, að ef þeim fjölgaði meira, yrði að hengja þau upp í snúru. Þegar álfamamma þurfti að þvo gólfið, staflaði hún krökkunum í eina hrúgu á langa borðið, og það gekk nú hreint ekki hávaðalaust. En á meðan hún skúraði af öllum kröflum, greiddi álfapabbi fallega, hvíta skeggið sitt og speglaði sig í koparpönnu sem hékk á veggnum. Dag nokkurn sagði álfapabbi við elzta son sinn, að nú væri tími til kominn að hann færi út í heiminn að leita sér að konuefni. Álfa- mömmu fannst þetta lika ágæt hugmynd, eink- um ef Lási, en svo hét pilturinn, gæti fundið stúlku, sem væri dugleg að prjóna sokka, þá þvrfti hún sjálf ekki að prjóna sokk nema annan hvern dag. Lási varð glaður, því hann hafði lengi langað til að eignast fallega konu. Hann vildi leggja af stað undir eins, en móðir hans kom honum í skilning um, að fyrst þyrfti liann að búa sig betur. Hann varð að fara í tandurhrein föt, nýja sokka, setja hreinan hálm í tréskóna, og síðan að hlusta á mörg heilræði, sem að gagni gátu komið í ferðinni. Loksins varð hann þó ferðbúinn, þá kvaddi hann allt heimilisfólkið og lagði af stað. Hann hélt beint í áttina til stóra skógarins. Þangað hafði afi hans sótt konuefnið sitt fyr- ir mörgum, mörgum árum, svo Lási áleit að sér myndi einnig takast að finna þar konuefni. Hann hélt á rauðrósóttum klút í hendinni og í klúlnum voru nýbakaðar pönnukökur. Helzt hefði hann viljað hafa hrísgrjónagraut með sér í nesti, en það var allt of mikil fyrirhöfn að halda á grautarskál. Lási hafði aldrei fyrr farið inn í skóginn, og honum þótti gaman að ganga í snjónum og heyra marrið undan tréskónum. - Þarna var margt að sjá og undrast yfir, en hann 28 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.