Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 33

Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 33
BARNAÞÁTTUR REYKJALUNDAR Lísu, að hann gat ekki stillt sig um að toga svo- lítið í þær. „Víst er hún falleg“, sagði álfamamma, „en kann hún að prjóna?“ „Nei, hún kann það ekki“, sagði Lási, „en hún syngur eins og engill og hún getur eldað grjóna- graut án þess að brenna hann við“. „Húrra!“ hrópaði álfapabbi. „Þá er bezt að hún eldi grautinn í kvöld, ég hef ekki smakkað óviðbrenndan graut í fimmtíu ár“. LFm kvöldið, þegar öll fjölskyldan safnaðist saman við grautarskálina, kom gamli kirkjuálf- urinn í heimsókn. „Fáðu þér sæti og borðaðu með okkur“, sagði álfapabbi, „annan eins graut hefurðu aldrei á ævi þinni bragðað11. En kirkj uálfurinn var svo dapur að hann hafði enga matarlyst. Hann sagðist nú ekki vera fær um það lengur að sinna störfum sínum. Það væri svo margt, sem þyrfti að annast. Það þurfti að þurrka af kirkjubekkjunum á hverjum sunnu- degi, raða öllum sálmabókunum, og fægja pen- ingaskrínið. Verst var þó með kirkjuklukkurnar, þær áttu að segja: Kling-klang, en sögðu bara kling. Og nú voru jólin alveg að koma og hann hafði ekki krafta til að hringja nógu vel. Alfapabbi hugsaði sig um dálitla stund og stakk síðan upp á því að kirkjuálfurinn flytti í hlöðuna en Lási og Lísa flyttu í hans stað í kirkjuna og tækju við starfi gamla álfsins. Allir voru ánægðir með þessa lausn. í fyrstu var þetta erfitt fyrir ungu hjónin, en um jólin voru þau orðin þaulæfð. Þau toguðu bæði í klukkna- strenginn og það var langt síðan hljómur klukkn- anna hafði verið svona fallegur. Þegar álfafj ölskyldan í gömlu hlöðunni hevrði klukknahljóminn, flýtti hún sér til kirkjunnar og gamli kirkj uálfurinn, Jói, líka. Presturinn í mannheimi og kirkjugestirnir voru einmitt á leið- inni út úr kirkjunni og nú var röðin komin að álfunum að halda jólaguðsþjónustu. Kirkjuálf- urinn gamli spilaði alla fallegu jólasálmana á orgelið og í fyrstu sungu allir álfarnir með. En brátt kom að því að allir hlustuðu á Lísu. Hún söng bezt af öllum. Og hún varð að syngja fleiri og fleiri lög. Röddin hennar var svo falleg að jafnvel óþekkustu álfabörnin sátu grafkyrr og stillt, og álfapabbi gleymdi að hann var svang- ur. Það var orðið áliðið kvölds, þegar álfarnir yfirgáfu kirkjuna og héldu heim í gömlu hlöð- una. Allir settust við langborðið cg borðuðu jólagrautinn. - Alfapabbi var í góðu skapi og hann hrópaði: „Gleðileg jól! og ósköp er graut- urinn viðbrenndur, álfamamma!“ Unnur Eiríksdóttir þýddi og endursagði REYKJALUNDUR 31

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.