Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 39

Reykjalundur - 01.06.1968, Síða 39
MARÍA R. KRISTJÁNSDÓTTIR Framhald aj bls. 21. vangi sem annarsstaðar vann María af velvild og trúfesti og nutu sín þar vel sumir af beztu eigin- leikum hennar, eins og góðvild og hófstilling. Fyrir þetta vildi ég flytja alúðarfyllstu þakkir í nafni deildarinnar í Kristnesi. Sá andi, sem skóp S. I. B. S. átti rík ítök í huga Maríu Kristjáns- dóttur. Hann var henni tákn gróandi lífs og göf- ugra sigra og hún vann samtökunum af fvllstu heilindum á meðan hún mátti. Um það get ég með sannindum vitni borið. Kynni mín af Maríu gáfu mér minningar, sem ég tel auðlegð að eiga. Hún var grandvör kona í öllu sínu lífi, gætin og velviljuð og löngum bæði skyggn og skilningsrík á samferðafólkið. Hún lagði gott til mála og manna og skapaði sér á- kveðnar skoðanir, sem ekki reyndist auðvelt að breyta. Hún var vönd að vinum, en sýndi órofa tryggð þeim, sem einu sinni höfðu unnið traust hennar. Á stofu sinni var hún manna sættir löng- um og umbar ýmsa annmarka í fari félaga sinna með fádæma þolgæði. María var bókhneigð mjög, las mikið, unni bókum og bar gott skyn á þær. Hún vann lengi í bókasafni sjúklinga í Kristneshæli og sýndi í því starfi óþreytandi alúð og lipurð. Eru þau ó- talin sporin, sem hún átti út í bókasafn til að út- vega sjúklingum lestrarefni, þeim sem ekki fengu komizt á vettvang til að afla sér þess sjálfir. Sönghneigð var María, sem hún átti ætt til og hafði mikið vndi af söng og góðri hljómlist. Guðs- trú Maríu stóð djúpum rótum, en ekki var henni gjarnt að flíka tilfinningum sínum um þau efni, fremur en önnur. Hún duldi mjög vel harma sína og heita viðkvæmni og bar áratuga heilsuleysi með mikilli hetjulund og stillingu. - María Rannveig Kristjánsdóttir fæddist 1. apríl 1895. - Vagga hennar stóð í Glæsibæ í Eyja- firði og þar ólst hún upp. Að henni stóðu góðar ættir. Ung að árum giftist hún Auðunni Jóhanns- syni Forsey, sem varð henni traustur förunautur í gegn um reynslu áranna. Þeim varð þriggja barna auðið. Tveir synir eru á lífi, en dóttirin lézt í blóma lífsins, elskuð og syrgð af foreldrunum alla stundu. Þegar börnin voru í bernsku, veiktist María af berklum og varð að fara á Kristneshæli, en átti afturkvæmt heim og naut þess um hríð að vera á meðal ástvina sinna og helga þeim líf sitt. En svo tók meinið sig upp að nýju, aftur lá leiðin í Krist- nes og þar kom, að ekki varð unnt að hverfa heim, nema sem gestur. En það gjörði María, hvenær BÆNIN Þetta er bæn mín til þín, Drottinnl - Upprættu vesal- dóm hiarta míns. — Gef mér styrk til aS bera gleði og sorg með léttu geði. Gef mér styrk til að láta kær leika minn sjást af verkunum. Gef mér styrk til uð af- neita aldrei hinum fátæku né beygja nokkru sinni kné fyrir ofbeldinu. Gef mér styrk til að hefja sál mína hátt yfir smámuni hversdagsleikans. Gef mér kraft til að beygja styrk minn af ástúð undir vilja Jiinn. Tagore Hamingjan er heiinafengin og verður ekki tínd í garði annarra. GUÐSSÖNNUN Vér eruin skynsemi gæddar verur. Og það er óhugs- andi, að skynsemigæddar verur hafi verið myndaðar af blindu valdi eða skynlausri veru. Það er vissulega eðlismunur á moldarkekki og hugsjónum Newtons. Andi Newtons getur aðeins stafað frá öðrum cnn meiri anda. V oltaire IIJÁLPSEMI Eitt golt hef ég lært. Og ég hef alltaf verið og er enn að læra það. Eigir þú í erfiðleikum eða sértu særður eða þurfandi, farðu þá til fátæklinganna. Það eru þeir einu, sem hjálpa — þeir einustu einu. Steinbeck REYKJALUNDUR 37

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.