Reykjalundur - 01.06.1968, Page 47

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 47
framleiðslan notuð í hina nýju vatnslögn staðar- ins. Júlí 22.: Látinn Ólafur Geirsson, aðstoðaryf- irlæknir að Vífilsstöðum. Oddur Ólafsson, yfir- læknir, segir svo í minningargrein um Ólaf: „BerklasjúkJingum helgaði hann líf sitt, berkla- sjúklingar fundu hjá honum það traust, það ör- yggi og þá vináttu, er einungis maður með stað- góða þekkingu, atorku og velvilja getur í té látið“. - o - Hin mikla vöruskemma að baki vinnuskálanna í Reykjalundi fullgerð. Stærð 1500 ferm. - o — Júlí: Arni Einarsson, framkv.stjóri í Reykja- lundi og Haukur Þórðarson deildarlæknir, s. st. sátu ráðstefnu í Krokeide um öryrkjamál. Allir fulltrúarnir frá öryrkjafélögum innan D. N. T. C. - o - Gömlu hermannaskálarnir í Reykjalundi rifn- ir og sléttað yfir tóftir. Skálar þessir voru í upp- hafi staðarins nýttir sem verkstæði, eldhús og borðstofa, en rýmdir jafnharðan og nýbyggingar komu í gagnið. Síðast notaðir sem geymslur. - o - A Berklavarnadaginn voru seld 26.275 merki og 9.754 eintök af tímaritinu. - o - Fullgerð og tekin í notkun 3 vistmannahús í Reykjalundi. Húsin eru of sömu gerð og þau 11, sem fyrir voru í smáhýsahverfinu. Þessi hús gefa staðnum 12 ný vistmannarúm í viðbót. - o - Vistmenn í Reykjalundi voru í ársbyrjun 95, en 97 í árslok. A árinu komu 183 vistmenn en 181 fór. í Múlalundi störfuðu um 60 öryrkjar. 1966. Engin breyting gerð á tilhögun Vöruhapp- drættisins utan sú, að 500 þús. kr. vinningurinn í 7. fl. var felldur niður og fjárhæðinni skipt í marga lægri vinninga og 30 eitt þúsund kr. vinningum bætt við, þannig að heildartala vinn- inga verður 16.280, en heildarfjárhæð vinninga kr. 28.083.000,00. Enn á ný gefinn út mynd- skreyttur auglýsingabæklingur, vandaður mjög og honum dreift í 30 þús. eintökum. Apríl 1.: Fjárhagsnefnd S. í. B. S. leggur fram fjárhagsáætlun og hún samþykkt. Niður- stöðutölur á sjóðsyfirliti kr. 9.335.000,00, af því fé til ráðstöfunar kr. 8.167.000,00. Lagt til að því verði þannig varið: Til Reykjalundar kr. 5.500.000,00. Til Múlalundar kr. 2.500.000,00. Til Lánasjóðs kr. 100.000,00. Til bókasafna Reykjalundar, Vífilsstaða og Kristness, alls kr. 67.000,00. — o — 15. þing S. í. B. S. var háð í Reykjalundi dagana 10.-12. júní. 1. forseti þingsins kjörinn Maríus Helgason, umdæmisstj. á Akureyri. 76 fulltrúar frá 11 sambandsdeildum sátu þingið. Gestir við setningarathöfnina voru: Forseti Is- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Jóhann Hafstein, heilbrigðismálaráðherra, Gísli Jónsson, fyrrv. al- þm., heiðursfélagi S. I. B. S., Hjálmar Vilhjálms- son, ráðuneytisstj. og Jónas Jónsson, fyrrv. ráð- herra. - Heilbrigðismálaráðherra ávarpaði þing- heim. Þá flutti Gísli Jónsson einnig ávarp og til- kynnti jafnframt að hann gæfi sambandinu öll ritlaun óskoruð af nýútkominni bók sinni „Frá foreldrum mínum“. Hófst þá flutningur skýrslna um störf sambandsins og fyrirtækja þess og var það langt mál. Skýrslurnar báru þess vott að eng- in kyrrstaða var í þróunarferli S. I. B. S., heldur hið gagnstæða, enda tekjur sambandsins með mesta móti. Framkvæmdastjórn Reykjalundar með ógætum og afkoma góð, en miður í Múla- lundi. Oddur Ólafsson, yfirlæknir, flutti erindi um orkulækningar, en hann var þá nýkominn heim frá eins árs námi í þeirri grein í Danmörku og Englandi. Aðalmál þingsins var staðfesting á nýrri reglu- gerð fyrir Vinnuheimilið í Reykjalundi. REYKJALUNDUR 45

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.