Reykjalundur - 01.06.1968, Page 49
minningar um eiginkonu Gísla, frú Hlín Þor-
steinsdóttur, sem lézt 9. nóv. 1964. Húsið er 100
ferm. að stærð, allt gjört úr rauðviði (oregon-
pine), því fylgir allt til búsetu. Býlið hefur eigin
rafmagnsstöð, vatnsleiðslu og frárennsli. 14 hekt-
arar lands fylgja, algróið land.
- o -
Agúst: Aðalumboð Vöruhappdrættisins flutt úr
Vesturveri í ný húsakynni í Austurstræti 6.
- o -
í sambandi við 15. þingið gaf Berklavörn Ak-
ureyrar Reykjalundi góðan radiogrammofón með
nokkrum úrvalsplötum. Gamall vistmaður gaf
5 þús. kr. til frekari kaupa á plötum.
Berklavörn Vestmannaeyja gaf 30 þús. kr. til
eflingar orkulækningastöðinni.
- o —
Sambandsstjórnin samþykkir að styrkja Vinnu-
stofur Kristnesshælis með 200 þúsund kr. fram-
lagi á árinu 1967.
- o -
Þýzkur vélaverkfræðingur starfar hálfsmánað-
artíma í Múlalundi og yfirlítur og lagfærir allan
vélakost stofnunarinnar.
- o -
Berklavörn Akureyrar sá um útgáfu tímaritsins
Reykjalundur. Blaðið prentað á Akureyri. Rit-
stjórn önnuðust Steindór Steindórsson og Maríus
Helgason.
Vöru- og fólkslyftu komið fyrir í Múlalundi.
- o -
Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi S. í. B. S.
kr. 7.396.571,00. Niðurstöðutölur á efnahags-
reikningi kr. 93.512.827,00.
- o —
Eldur kom upp í Vinnuveri, húsi Berklavarnar
ísafjarðar og Sjálfsbjargarfél. 23. des. Miklar
skemmdir hlutust af.
Vistmenn í Reykjalundi í ársbyrjun 97 en í
árslok 115. Á árinu komu 214 vistmenn, en 196
fóru.
í Múlalundi störfuðu 68 öryrkjar.
1967.
Mesta breyting, sem gerð hefur verið á rekstr-
artilhögun Vöruhappdrættisins var framkvæmd á
árinu. Verð miðans hækkað úr kr. 60,00 í kr.
80,00. Heildarfjárhæð vinninga vex úr kr. 28.
080.000,00 upp í 37.444.000,00. Vinningafjöldi
hinn sami og á fyrra ári. 5 þús. kr. vinningum
fjölgar úr 563 í 1000. Lægstu vinningar hækka úr
kr. 1000 í 1500 kr. Hæsti vinningur 1 milljón kr.
- o -
Fjárhagsáætlun S. í. B. S. 1967: Niðurstöðu-
tölur í sj óðsyfirliti kr. 14.831.000,00, þar af til
ráðstöfunar kr. 10.370.000,00. Tillögur fjárhags-
nefndar um skiptingu fjárins: Til Reykjalundar
kr. 6.030.000,00, til Múlalundar kr. 3.000.000,00,
til Vinnustofa Kristnesshælis kr. 200.000,00, til
lánasjóðs kr. 80.000,00, til bókasafna Reykjalund-
ar, Vífilsstaða og Kristness alls kr. 67.000,00.
- o -
f ársbyrjun var samsetningardeild plastiðjunn-
ar flutt í mjög rúmgóð húsakynni í vinnuskála
nr. 1 í Reykjalundi.
- o —
Gísli Jónsson, rithöf., gefur S. f. B. S. handrit
af skáldsögu sinni, nýsaminni, „Misgjörðir feðr-
anna“. Útgáfuréttur þegar seldur bókaforlaginu
Setbergi við mjög hagstæðu verði. Bókin kom út
í desember.
- o -
20. marz: Látinn í Reykjavík Óskar Einaísson
fyrrv. yfirlæknir í Reykjahæli í Olvesi og Kópa-
vogshæli. Eindreginn hvatamaður að stofnun S.
f. B. S. og alla tið síðan vinur þess og rausnar-
legur stuðningsmaður. Kjörinn heiðursfél. 1957.
keykjalundur
47