Reykjalundur - 01.06.1968, Page 50

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 50
Apríl 22.: Lagðar fram í sambandsstjórninni teikningar og kostnaðaráætlun að endanlegum frágangi Reykjalundarlóðar, sem felst í skreyt- ingum, útilýsingum, ræktun, leiðslukerfi vatns, skólps og rafmangs, vegalögn og sundlaugarbygg- ingu. Samþykkt af sambandsstjórn. Að þessu verki hafa unnið Reynir Vilhjálmsson, skrúð- garðaarkitekt, Vífill Oddsson, verkfræðingur, Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt og Ólafur Gísla- son, rafmangsverkfræðingur. Áætlaður kostnaður af framkvæmdum kr. 8.375.000,00. - o - Læknir Álafosslæknishéraðs, Friðrik Sveinsson, fær aðsetur í Reykjalundi við góð starfsskilyrði. Flutti með fjölskyldu sína í eitt af starfsmanna- húsum staðarins. Þessi ráðstöfun gerð samkvæmt samningi S. í. B. S. við stjórn læknishéraðsins. - o — Júlí 13.-16.: Stjórnarfundur D. N. T. C. var haldinn að Hrafnagjá og í Reykjavík. Fulltrúar sambandsins: Oddur Ólafsson og Kjartan Guðna- son. - o - Ágúst: Sigurður Hannesson lætur af framkv.- stjórn Múlalundar. Guðjón Einarsson, gamall starfsmaður stofnunarinnar, tók við stjórn til bráðabirgða. Síðar á árinu tók Árni Einarsson, framkvæmdastj. í Reykjalundi við yfirstjórn með Guðjón að aðstoðarmanni. - o — 40 ára afmæli Kristnesshælis minnzl með veg- legu hófi þar á staðnum. - o - Á Berklavarnadaginn voru seld 29.300 merki og 9.800 eintök af tímaritinu Reykjalundi. - o - Hafin smíði þriggja vistmannahúsa í Reykja- lundi á vegum Geðverndarfélags íslands. Húsin eru af sömu gerð og þau hin önnur, sem fyrir eru í hverfinu. Þetta gert samkvæmt samningi, er S. I. B. S. gerði við Geðverndarfélagið í sept. 1967. - o — Fullgerð í Reykjalundi vel búin læknadeild í húsrými því, er áður var fyrir samsetningardeild plastiðjunnar. Þar eru skrifstofur fyrir 3 lækna, (þ. á. m. héraðslækninn) og yfirhjúkrunarkonu, rannsóknarstofur, fundarherbergi og fleira. Deild- in tók til starfa um áramótin. - o — Niðurstöðutölur á efnahagsreikningi sambands- ins 1967: kr. 103.229.481,00. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings kr. 11.568.416,00, þar af hreinn hagnaður kr. 8.964.327,00. - o — Vistmenn í Reykjalundi voru í ársbyrjun 115, en í árslok 126. Á árinu komu 295, en 284 fóru. í Múlalundi störfuðu 49 öryrkjar. - o — 1968. Þórður Benediktsson lét af starfi framkvæmda- stjóra Vöruhappdrættisins um áramót. Við starf- inu tók Ólafur Jóhannesson, sem um margra ára skeið hefur verið skrifstofustj óri í aðalstöðvum sambandsins í Reykjavík. - o — Sambandsstjórn samþ. fj árhagsáætlun ársins. Niðurstöðutölur kr. 12.566.000,00 og í sjóðsyfir- liti kr. 10.056.000,00. Framlag ætlað Reykja- lundi kr. 4.127.000,00. Til Múlalundar kr. 2.000. 000,00. Til bókasafna Reykj alundar, Vífilsstaða og Kristnesshælis alls kr. 60.000,00. Til Lána- sjóðs S. í. B. S. kr. 300.000,00. - o - Unnið að því að breyta húsrými gömlu lækna- deildarinnar, austurálmu 1. hæðar aðalbyggingar Reykjalundar, í sjúkrastofur fyrir 12 sjúklinga. 48 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.