Reykjalundur - 01.06.1968, Page 52

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 52
vlnnuna, spyrjast fyrir um brotnu kj allararúÖ- una og sitthvað fleira óþægilegt. 6. Að síðustu: Það er oftast vonlaust verk að reyna að breyta foreldrum, - margendurtekin reynsla barna sýnir það. Og þegar á allt er litið er bezt að gera sér ljóst, að þó foreldrar séu mestu gallagripir eru þeir furðanlega heilbrigð- ir miðað við aldur, og okkur er hollast að sætta okkur við þá eins og þeir eru. Enda eru þeir að srnnu leyti ómissandi. Anna Jónsdóttir BRAUTIN RUDD Framliald af bls. 3. Hann varð fyrri til máls, lyfti annarri hend- inni, brosti lítið eitt og mælti: „Komdu sæll, vinur og bróðir. Ég er hér á ferli í nótt, af því að ég vissi, að þú varst að leita að mér, en ég sé, að þú þekkir mig þó ekki gjörla“. „Nei, raunar hef ég nú ekki séð þig fvrr“, svaraði ég. „Þó þekki ég í þér marga menn, bæði lifandi og látna. Hversu má það vera?“ „Já, þú skalt ekkert furða þig á þessu, vinur. Við, S.Í.B.S.-menn, höfum alltaf verið sem einn maður og erum það enn. Ég er S.Í.B.S.“. - Viljið þér vera svo góðar að taka af yður hattinn! „Já, nú skil ég allt. Þið eruð hérna allir í einum manni. Þannig hefur það alltaf verið. En svo er það aldurinn? Menn þeir, sem þú ert saman settur af eru flestir rosknir, að minnsta kosti eldri en þú virðist vera - eða hversu gam- all maður ert þú?“ „Ég er ungur að árum - ekki nema þrítugur ennþá. Við erum allir ungir, þegar við stöndum saman. Aldur minn er ekki aldur þeirra. Það er Sambandið, maður - samtökin. Ég er jafnaldri þeirra". „Já, það er rétt. En heitirðu ekki eitthvað - - eitthvað annað en S.Í.B.S.?“ „Jú, mín eigin persóna - ég sjálfur, heiti Ar- dagur - já, Árdagur er fallegt nafn og mjög þýðingarmikið - ég vil að þú skiljir það. Það er morgunn! Ég er hinn síungi morgunmaður. En nú skulum við ganga hérna upp undir hainra- vegginn og mælast við“. Við gerðum svo og tókum sæti í grænu grasinu og hölluðum hökum að berginu. Árdagur mælti: „Mér er kunnugt um erindi þitt. Þú hefur í hyggju að rita minningaþátt lít- inn um samtök okkar, þar sem þau nú eru þrjá- tíu ára. Nú er það svo, að samfelld saga fyrstu tíu áranna hefur verið skráð í tímariti okkar, „Reykjalundi“, árið 1948. Þó verður vart komizt hjá að rifja upp merkustu þætti sögunnar frá byrjun. Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað á Vífilsstöðum 24. október 1938. Þá voru lög Z. 50 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.