Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 60

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 60
grunaði a'3 væri þessari langferð samfara. En að baki þessum ugg hennar leyndist glæsimynd fjár og frama, sem við vorum búnir að þrykkj a í hug- arheim sonarins og hún hafði fengið að sjá. Þess vegna var hún enn á báðum áttum. Ekki kvaðst Rhodin semja við nokkra skemmtikrafta fyrr en samningur við okkur væri undirritaður og nú væri lítill tími til stefnu. Sjálfur sagðist hann fara til Berlínar þá um kvöldið og ætti margt ógert áður. Hver mínúta var nú hin herfilegasta tauga- raun fyrir alla, mest okkur Árna. Kenndum báðir til í maga vegna langvarandi spennu og erfiðis. Kaldur sviti vætti enni mitt og svipur Árna þyngri en ég hafði áður litið. Samt drógum við málið á langinn og fórum öðru hverju út undir bert loft til þess að bera saman ráð okkar. Hið sama gerði fjölskyldan. Tími beggja aðila var nú orðinn ærið naumur og spennan fór vaxandi. Trolle lá sífellt í símanum. Honum hafði ekki enn tekizt að útvega ljónin, en það atriði vissum við öll að miklu réði um hagnaðarvon fyrirtækisins. Hann hringdi til Englands, Þýzkalands, Danmerkur og Finnlands en engin fékk hann ljónin. Málið var nú komið á það stig að við buðum Rhodin 55% af aðgangseyri í stað 50%, sem gamli samningurinn kvað á um. Rhodin svaraði því til að við skyldum fá 55% ef við skuldbind- um okkur til að greiða fyrir hentugum flutningi cirkusins báðar leiðir og bera allan kostnað af honum. Fórum við nú út til skrafs og ráðagerða. Töldum við víst að tregða Rhodins stafaði af ótta við dýraflutninga í bakaleiðinni, að hann yrði að sæta loftflutningi. Aftur komnir til fund- ar tjáðum við okkur fúsa til að greiða þá ferðina sem dýrari reyndist. Vildi nú Rhodin enn ráðgast við móður sína. Aldrei lagði gamli Rhodin neitt til mála, en tuldraði öðru hverju hrakspár um framtíð Cirkus Zoo í höndum stráksins, sem aldrei hefði verið cirkusmaður slíkur sem hann sjálfur. Þetta var ellisljór öldungur. Gengu nú báðir aðilar á eintal. Úti fyrir spígsporuðu fjölleikamenn, dvergar og trúðar i bland við þekkta artista, margbreyti- legur lýður, sem beið í ofvæni eftir úrslitum í máli, sem skera skyldi úr um hvort farið yrði til landsins, þar sem greitt var svo ríflega þeim, sem kunnu að skemmta fólki. Þegar til fundar kom á ný, kvaðst Rhodin slá botn í þref þetta. Hann vildi sætta sig við 45%, ef við önnuðumst báðar ferðir sér að kostnaðar- lausu. Þetta voru nú betri kostir en við höfðum vænzt. Hér munaði um 10% af óskiptum tekjum. Ef það fé nægði ekki til að greiða aðra ferðina myndi allt ganga verr en við væntum. Við sam- þykktum. Að vísu var flutningur cirkusins í baka- leið hvergi nærri tryggður, en við trúðum þá að með Guðs hjálp og góðra manna gætum við losn- að við hann þegar hagkvæmast væri. Enn lá Rliodin í símanum. Hann var að reyna að út- vega Ijónin, en varð ekki ágengt og gerðist hann æ taugaóstyrkari. Hann vissi gjörla að hagnaður beggja aðila valt mjög á því að þetta höfuðatriði sýninga fjölleikahúss væri fyrir hendi, enda var það skráð í samningnum, sem þegar lá fullritaður fyrir framan okkur. Nú vildum við Árni undir- rita, en Rhodin hikaði. Hann vildi ekki skuld- binda sig, því ekki væri öruggt að ljónin fengjust, en viðurlög sett við samningsrofi. Klukkan nálgaðist 20.00. Síðasta ferja til Hafn- ar eftir hálfan annan tíma. Við Árni þreyttir, svangir og svo auralausir að ekki nægði fyrir gistingu í Malmö þó hún fengist. Við snúum okkur að Rhodin og segjum af miklum þunga: „Nú skrifum við undir og við treystum því að þú fáir ljónin í tæka tíð. Hagsmunir beggja eru bundnir því. Komi skepnurnar ekki svo fljótt að þær geti orðið cirkusnum samferða, þá kem- ur þú með þær á eftir með flugvél, ef ekki er annars kostur og munum við þá greiða auka- kostnað sanngjarnlega. Þú skalt minnast þess að hér sitja heiðarlegir menn við samningsborð“. Samningurinn síðan tekinn úr ritvélinni og und- irritaður. Rhodins-fj ölskyldan kvödd með kurt- eisi og vinsemd. Náðum naumlega síðustu ferju til Hafnar. Þetta kvöld háttuðum við Árni ánægðir eftir atvikum. 58 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.