Reykjalundur - 01.06.1968, Side 61

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 61
10. dagur. Fimmtudagur 4/10. Hefjum dagsverkið seint, enda úttaugaðir af þreytu. Fórum til Flugfélags íslands og báðum fulltrúann að útvega okkur þau tæki, sem flug- vélar nota við auglýsingaskrift í himinhvolfi. 011 tormerki taldi hann á því, en þóttist geta útvegað okkur 40 metra langan léreftsborða með þeirri á- letrun sem við tiltækjum. Borða þennan skyldi festa aftan í flugvél, sem flygi með hann í 200 -300 metra hæð, breiddi þá borðinn úr sér og væri þá letrið vel læsilegt jafnvel í nokkurra km fjarlægð. Þetta góða boð þáðum við og þótti þetta sniðug auglýsing heima. Nýstárleg auglýs- ing um nýstárlega skemmtun. Lögðum leið okkar til Hansens og lögðum fyr- ir hann fullkomna skýrslu um góssið. Tjáðum honum að ekki væri fullráðið með ljónin. Svar- aði hann því til að það yrði hann að fá að vita ekki síðar en í fyrramálið. Annars virtist allt vera í lagi. Nú vorum við með öllu fjárvana og við sífellt að ítreka beiðni okkar um peninga, en félögunum heima gekk illa að fá gjaldeyri, þótt hart væri eftir leitað. 11. dagur. Föstudagur 5/10. Dimmasti dagur ferðarinnar, skelfilegur dag- ur, þó upp birti um kvöldið. Um morguninn var lagður fyrir okkur reikningur fyrir gistingu, fæði, símtöl við útlönd og mörg skeyti til íslands og við staurblankir. Áður hafði okkur dottið í hug að biðja um lán hjá kunningjum okkar í Boserup Minde, félagi danskra berklasjúklinga, en horfið frá því ráði. S. í. B. S. var í miklu áliti hjá þeim og okkur þótti minnkun að því að játa féleysi okkar. Nú var engin undankomuleið og urðum við að ganga hin þungu skref til B. M. Þyngdist brúnin á þeim félögum þá er við höfð- um borið upp erindið og virtust þeir ekki vita hvað gera skyldi við beiningamenn pessa. Loks datt þeim í hug að hringja í formann félagsins, Urban Hansen (núverandi yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn). Hann leysti vandann og við fengum peningana. Sviðsmynd. Nýkomnir heim á hótelið erum við kallaðir í síma. Þar var þá fyrir enginn annar en Hansen undirforstjóri. Tilkynnti hann okkur, að því er virtist með mikilli ánægju, að cirkusinn fengi ekki far í skipinu að þessu sinni. Kannski kynni hann að fá að fljóta með í nóvember, en Færey- ingar þyrftu á öllu rými skipsins að halda fyrir nauðsynjavarning í þessari ferð og væri augljóst að slíkur flutningur sæti í fyrirrúmi varnings af því tagi, sem á okkar vegum væri og þetta hefði hann sagt okkur í fyrsta viðtali okkar á milli. Þessu reiðarslagi gleymum við Árni aldrei. Svo virtist sem málinu yrði ekki borgið án kraftaverks, sem við í svipinn kunnum engin skil á. Félag okkar hafði frá stofnun tileinkað sér 59 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.