Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 62

Reykjalundur - 01.06.1968, Qupperneq 62
þá skoðun að ósigur felist í engu öðru en upp- gjöf annars hvors hinna stríðandi aðila. Ósigur mætti því aldrei viðurkennast. Nú skyldi reynt á haldgæði þessarar kenningar. Fljótlega var ný sóknaraðgerð skipulögð. Lá nú leið okkar til ísl. sendiráðsins. Hittum settan sendiherra, Tryggva Sveinbj örnsson og lögðum vandamál okkar skilmerkilega fyrir hann. Sýndum við honum ljóslega hvíhkan voðagrikk „Sameinaða“ hefði gert S. í. B. S. með neitun sinni, eftir allt sem á undan var gengið. Við ættum ekki orð til að lýsa því tjóni og vanvirðu, sem yfir S. í. B. S. gengi ef ekki fyndist ráð til bjargar. Báðum við hann sækja mál okkar í nafni sendiráðsins. Tryggvi tók máli okkar vel og hóf þegar aðgeröir með miklum myndugleik og röggsemi. Fyrst hringdi hann í Hansen til að móðga hann ekki að óþörfu. Hansen féll ekki frá neitun sinni, en vísaði málinu að öðru leyti til Olsens yfirforstj óra. Ræddi hann því næst við Olsen með sendiherralegri kurteisi og myndug- leik. Sagði hann að sendiráðinu og ríkisstjórn íslands væri greiði gerður, ef hann gæti rétt hlut S. í. B. S. í þessu máli, hér væri ekki um einkabrask að ræða heldur ætti hér hlut að máli víÖkunn mannúðarstofnun í tengslum við heil- brigðismálaráðuneytið. Margt annað gott og vit- urlegt sagði sá ágæti drengur. Þetta hreif. Olsen lofaði að verða við ósk sendiráðsins. Tryggvi bað okkur að þakka Olsen innvirðulega og gjörð- um við það með sannri ánægju. Við þökkuðum einnig Hansen, aðallega samkvæmt kenningunni: „Heiðra skaltu skálkinn“ o. s. frv. Hansen varð bara önugur og kvartaði yfir vandræðum, sem við værum að leiða yfir hann, en sá engin ráð til að stöðva sókn okkar. En ljónin urðum við að strika út af farmskránni. Allt kvöldið voru nýráðnir artistar Rhodins að heimsækja okkur. Kvörtuðu yfir óhagstæðum samningum við hann eða sérstaklega móður hans. Vildu afla sér einhverra bóta hjá okkur. Erfiðlega gekk að tala þá af sér. Þetta voru nú meiri pex- ararnir. Seint um kvöldið hringdi Rhodin frá Berlín og kvaðst vera búinn að útvega Ijónin, en þau væru stödd í Englandi þessa stundina. Þá spurði hann hvort við hefðum ekki einhver ráð til að fá dýrin flutt til Hafnar í snatri svo að þau gætu orðið flokknum samferða til íslands. Hann hef- ur sennilega tekið þá trú að okkur væri fátt eitt um megn. Þetta var að sjálfsögðu útilokað. Til þess að svo mætti verða varð til að koma sá máttur einn, sem ekki var af þessum heimi. Þá virtist þessi þraut leyst og Einben var harla glaður og ofurlítið hreykinn, sem ekki var tiltökumál. Mér bauðst flugfar heim daginn eftir og neytti ég þess. Atvinnu minnar vegna þóttist ég eiga brýnt erindi. Hins vegar kom ekki til mála að Árni yrði samferða. Svo tortryggnir vorum við orðnir af skilj anlegum ástæðum, að ekki þótti vogandi að Árni viki af verðinum fyrr en cirk- usinn með allt sitt hafurtask væri í skip kominn og það langt á haf út. Árni sá rnn þetta sem hans var von og vísa. Á bryggjunni stóð hann þegar fyrsta flutningnum var lyft um borð. Á hryggjunni stóð hann, þegar síðasti maður flokks- ins sté um borð og á sama stað stóð hann þegar skipiÖ hvarf sjónum þeirra, sem í landi voru. Þá var eftir að gæta Rhodins, sem ekki gat fylgt flokknum í skip og sjá til þess að hann gætti skyldu sinnar gagnvart ljónunum og okkur og það brást ekki. Að vísu komu ljónin ekki fyrr en viku eftir að sýningar hófust og kom það nokkuð að sök, þar eð fólk sótti sýningar dræmt í fyrstu, því að flestir vildu bíða komu óarga- dýranna. Þetta fyrirtæki okkar gaf góða raun og vakti mikla athygli. ASsókn var geysimikil og streymdu að gestir úr öllum landshlutum. Einn daginn voru áhorfendur 5 þúsundir, enda voru þann dag þrjár sýningar. Tjaldið var reist í flugvélaskýli við Skerja- fjörð, sem vinur okkar Agnar Kofoed Hansen lét rýma fyrir okkur. Hjálpsemi hans var stór- mannleg sem vænta mátti. Þetta var eina húsið í bænum, sem rúmað gat tjaldið, þó skorti nokk- uð á rishæð þess svo að ekki reyndist unnt að 60 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.