Reykjalundur - 01.06.1971, Page 47

Reykjalundur - 01.06.1971, Page 47
HVER SAGÐI ÞETTA? (Spurningar úr Islendingasögunum og Is- landssögunni.) 1. Þeim var ég verst, er ég unni mest. 2. Gömlum kennum vér nú goðanum að geitla á saltinu. 3. Engin hornkerling vil ég vera. 4. Berr er hver að baki nema sér bróður eigi. 5. Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. 6. Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna. 7. Skaltu það muna, vesæll maður, með- an þú lifir, að kona hefir barið þig. 8. Enginn frýr þér vits, en meir ertu grunaður um græsku. 9. Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á? 10. Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu honum að bana verða. — FELUMYND — Hvar er veiðimaðurinn? GÁTUVÍSA (Karlmannsnafn.) Hálft er nafn við saltan sjó, — svo í Ijóði bundið — annan hluta’ í öskustó áttu’ að geta fundið. E. K. SKOTASAGA Skoti var að gera við þakið á húsi sínu. Allt í einu missti hann jafnvægið og datt niður. Um leið og hann fór fram hjá eld- húsglugganum, kallaði hann inn: „Þú þarft ekki að ætla mér hádegiverð í dag, kona góð!“ FELUNÖFN xrxxxxxxxxxx xxuxxxxxx xxxt xxxxfxxx xxxr xxóx Hér á að finna sjö íslenzk fuglaheiti, með því að setja stafi í stað krossanna. (Fremstu stafir líuanna mynda eitt fuglsheitið.) REYKJALUNDUR 47

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.