Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1963, Síða 8

Húnavaka - 01.05.1963, Síða 8
(i HÚNAVAKA ingar frá þeim tíma er vatnsmyllan. Hún var í mínum augum hræðileg ófreskja. Svo finnst mér sem ég skynji ferðina yfir Húna- vatn, leiftur Ijóss og skugga iðandi straums að ósi. Hér á Holtastöð- um ólst ég upp. Jósafat faðir minn var búhöldur, og hafði traust í sínu héraði, enda sat hann á Þingi um skeið. Hann var heimastjórn- armaður og allharður í sinni andstöðu við Valtýinga. Þegar ég fór til náms í Möðruvallaskóla, varð ég samferða Jó- hanni í Mjóadal, og að nokkru á hans vegum. Hann var þá að flytja í skóla Halldór son sinn, sá fór seinna til Ameríku og settist J^ar að. A Möðruvöllum var skólastjóri Jón Hjaltalín, en kennarar Halldór Briem og Stefán Stefánsson, síðar skólameistari á Akur- eyri. Hjaltalín var mildur og sanngjarn í umgengni við pilta, en gekk þó mjög fast eftir því að námið væri vel stundað. Hann lagði mikla áherzlu á heiðarleik og drengskap í samskiptum manna og ræddi þessi mál oft í kennslustundum. — Þetta gerði Stefán einnig og voru þessar almennu hugleiðingar vinsælar meðal nemenda og mun margt af því sem Jjar var sagt hafa átt þátt í að móta mann- inn í okkur a. m. k. þeirn sem yngstir vorum. Halldór Briem fór aldrei út fyrir efni það sem nema átti og þótti sumum jafnvel nóg um bókstafsþrælkun hans. A laugardagskvöldum voru alltaf haldn- ir umræðufundir og bar þar margt á góma. Skólastjóri og kennar- ar mættu oft á fundum Jressum og tóku þá stundum þátt í umræð- um. Á þessu urðu menn mælskir vel. — Einu sinni man ég eftir umræðuefni: Hver er fremsta sýsla Norðurlands? Þá tók ég í fyrsta skipti til máls, gat ekki annað en haldið fram hlut Húnvetninga. Ég stóð líka nokkuð vel að vígi, því þá voru miklar framkvæmdir í búnaði hér í sýslu, miðað við þann tíma. Margra þjóðkunnra manna minnist ég, sem þarna sátu á skóla- bekk. Þeirra elztur mun hafa verið Hákon á Borgum, sá er síðar ritaði Sögu smábýlis. Hallgrímur Kristinsson, sem þá gekk undir nafninu Hallgrímur hvassi — til aðgreiningar frá tveim öðrum Hallgrímum, sem þar voru þá. Gísli Jónsson skáld frá Háreksstöð- um, Halldór Stefánsson, forstjóri Brunabótafélagsins, Guðjón Guð- mundsson, ráðunautur frá Finnbogastöðum, Pétur Zophoníasson, ættfræðingur, hann var mikill skákmaður. Við tefldum oft saman við Pétur. Guðmundur Bergsson, póstmeistari, og Páll Steingríms- son, ritstjóri. Við flugumst oft á við Páll. Annars urðu þessir menn flestir framámenn hver í sínu héraði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.