Húnavaka - 01.05.1963, Blaðsíða 8
(i
HÚNAVAKA
ingar frá þeim tíma er vatnsmyllan. Hún var í mínum augum
hræðileg ófreskja. Svo finnst mér sem ég skynji ferðina yfir Húna-
vatn, leiftur Ijóss og skugga iðandi straums að ósi. Hér á Holtastöð-
um ólst ég upp. Jósafat faðir minn var búhöldur, og hafði traust í
sínu héraði, enda sat hann á Þingi um skeið. Hann var heimastjórn-
armaður og allharður í sinni andstöðu við Valtýinga.
Þegar ég fór til náms í Möðruvallaskóla, varð ég samferða Jó-
hanni í Mjóadal, og að nokkru á hans vegum. Hann var þá að
flytja í skóla Halldór son sinn, sá fór seinna til Ameríku og settist
J^ar að. A Möðruvöllum var skólastjóri Jón Hjaltalín, en kennarar
Halldór Briem og Stefán Stefánsson, síðar skólameistari á Akur-
eyri. Hjaltalín var mildur og sanngjarn í umgengni við pilta, en
gekk þó mjög fast eftir því að námið væri vel stundað. Hann lagði
mikla áherzlu á heiðarleik og drengskap í samskiptum manna og
ræddi þessi mál oft í kennslustundum. — Þetta gerði Stefán einnig
og voru þessar almennu hugleiðingar vinsælar meðal nemenda og
mun margt af því sem Jjar var sagt hafa átt þátt í að móta mann-
inn í okkur a. m. k. þeirn sem yngstir vorum. Halldór Briem fór
aldrei út fyrir efni það sem nema átti og þótti sumum jafnvel nóg
um bókstafsþrælkun hans. A laugardagskvöldum voru alltaf haldn-
ir umræðufundir og bar þar margt á góma. Skólastjóri og kennar-
ar mættu oft á fundum Jressum og tóku þá stundum þátt í umræð-
um. Á þessu urðu menn mælskir vel. — Einu sinni man ég eftir
umræðuefni: Hver er fremsta sýsla Norðurlands? Þá tók ég í fyrsta
skipti til máls, gat ekki annað en haldið fram hlut Húnvetninga.
Ég stóð líka nokkuð vel að vígi, því þá voru miklar framkvæmdir
í búnaði hér í sýslu, miðað við þann tíma.
Margra þjóðkunnra manna minnist ég, sem þarna sátu á skóla-
bekk. Þeirra elztur mun hafa verið Hákon á Borgum, sá er síðar
ritaði Sögu smábýlis. Hallgrímur Kristinsson, sem þá gekk undir
nafninu Hallgrímur hvassi — til aðgreiningar frá tveim öðrum
Hallgrímum, sem þar voru þá. Gísli Jónsson skáld frá Háreksstöð-
um, Halldór Stefánsson, forstjóri Brunabótafélagsins, Guðjón Guð-
mundsson, ráðunautur frá Finnbogastöðum, Pétur Zophoníasson,
ættfræðingur, hann var mikill skákmaður. Við tefldum oft saman
við Pétur. Guðmundur Bergsson, póstmeistari, og Páll Steingríms-
son, ritstjóri. Við flugumst oft á við Páll. Annars urðu þessir menn
flestir framámenn hver í sínu héraði.